Sölumaður
Við hjá Málningarvörum leitum að reglusömum og stundvísum starfskrafti sem hefur reynslu af sölustörfum. Ákjósanlegt að hafa þekkingu og áhuga á bílum og bílavörum. Starfið felst í sölumennsku, þjónustu til okkar viðskiptavina, ásamt fleiru tilfallandi sem kemur upp í dagsins önn. Málningarvörur er fyrirmyndarfyrirtæki ár eftir ár og þekkt fyrir sölu og þjónustu með bílalökk og bón- og bílahreinisvörur. Fyrirtækið er eitt hið öflugasta á landinu í þjónustu við réttingar- og sprautuverkstæði. Skilyrði fyrir áhugasaman aðila sem vill blandast í lifandi og skemmtilegan hóp starfsmanna, er stundvísi, góð íslenska, áhugi á bílamálun eða á umhirðu bíla. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og ferlisskrár til kristmann@malningarvorur.is eða í gegnum umsóknarvef hjá Alfreð.
- Sölumennska
- Þjónusta
- Ráðgjöf
- Sölumennska
- Þekking á okkar vörum
- Hádegismatur