
IKEA
Í dag starfa um 450 manns hjá IKEA á Íslandi, í lifandi alþjóðlegu umhverfi.
Þessi stóri samheldni hópur vinnur daglega að framgangi hugmyndafræði IKEA: „Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta“.
Fjölbreytni er lykill að velgengni. Hjá IKEA, fögnum við öllum víddum fjölbreytileikans. Við leggjum áherslu á að skapa vinnuumhverfi þar sem öll eru velkomin, virt, studd og vel metin, sama hver þau eru eða hvaðan þau koma. Við erum fullviss um að sérstaða allra einstaklinga gerir IKEA betri.
Hér í IKEA leggjum við mikla áherslu á jákvæð samskipti á vinnustað og teljum sveigjanleika í starfi og samræmi milli vinnu og einkalífs vera mikilvægan þátt í starfsánægju.
Starfsemi fyrirtækisins býður upp á skapandi og skemmtileg störf og mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi – með jákvæðni að leiðarljósi.

Sölu- og þjónusturáðgjafi í innréttingadeild
Við leitum að kraftmiklum og jákvæðum einstaklingum til að bætast í öfugan hóp innréttingadeildar IKEA.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felst í almennri ráðgjöf og sölu til viðskiptavina IKEA á eldhúsinnréttingum, sem og ráðgjöf og sölu í tengslum við ýmiskonar lausnir innanhúss fyrir eldhúsrými. Unnið er með uppsetningu rýmis og innréttinga út frá þörfum og óskum viðskiptavina.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Gott auga og áhugi fyrir hönnun
- Góð og rík þjónustulund
- Samviskusemi og vönduð vinnubrögð
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Almenn tölvuþekking
- Þekking á Navision/Business Central er kostur
- Reynsla og/eða þekking á hönnun, teikniforritum eða húsasmíði er kostur.
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur fyrir þá sem nýta sér vistvænan og heilsusamlegan samgöngumáta til og frá vinnu
- Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi sem stendur fyrir reglulegum viðburðum
- Aðgengi að sumarbústöðum til einkanota
- Niðurgreiddur heilsusamlegur matur með vegan valkosti
- Ávexti og hafragrautur í boði
- Heilsueflingarstyrkur ásamt frírri heilsufarsskoðun og velferðarþjónustu frá utanaðkomandi fagaðila. Hressandi morgunleikfimi tvisvar í viku
- Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni
- Skapandi og skemmtileg störf með mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi
- Skemmtilegir vinnufélagar
- Afsláttur af IKEA vörum
Advertisement published10. October 2025
Application deadline31. October 2025
Language skills

Required

Required
Location
Kauptún 4, 210 Garðabær
Type of work
Skills
Clean criminal recordPositivityConscientious
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Sölu sölu sölustarf (Fullt Starf)
Remember Reykjavik

Sölu- og þjónusturáðgjafi
Fóðurblandan

Afgreiðsla á pósthúsi á Ísafirði - Tímabundið starf
Pósturinn

Partyland í Holtagörðum óskar eftir starfsfólki
Partyland Ísland

Þjónustuhús í Vatnskarðsnámum
Steypustöðin - námur ehf.

Starfsfólk í verslun - Grandi
JYSK

Starfsmaður í verslun - Byko Grandi
Byko

Hlutastarf í BYKO Granda
Byko

Tæknilegur þjónustufulltrúi
Teya Iceland

Sölumaður í verslun
Rafkaup

Starfsmaður í verslun Verkfærasölunnar í Síðumúla óskast
Verkfærasalan ehf

Þjónusta í apóteki - Flakkari
Lyf og heilsa