
Sjóvá
Sjóvá leitast við að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem laðar að sér metnaðarfullt og hæft starfsfólk og skapar starfsmönnum tækifæri til að eflast og þróast í starfi.
Hjá okkur starfa um 200 manns, þar af um 170 í höfuðstöðvum okkar í Kringlunni 5 en Sjóvá er með útibú víðsvegar um landið. Meðalstarfsaldur er 10 ár og margir búa að langri og víðtækri starfsreynslu meðan aðrir eru að hefja sinn starfsferil með okkur.
Fyrirtækjamenning okkar einkennist af mikilli þjónustulund, fagmennsku og samheldni, í bland við keppnisskap og vináttu. Við leggjum áherslu á góð samskipti við viðskiptavini og hvert annað og höfum vegvísana okkar Við sýnum umhyggju, við byggjum á þekkingu, við erum kvik og við einföldum hlutina sem okkar leiðarljós í öllum samskiptum.

Sölu- og þjónusturáðgjafi einstaklinga
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa við sölu og þjónustu. Í boði er krefjandi starf hjá einstaklingsráðgjöf okkar þar sem samstilltur hópur starfsfólks leggur metnað sinn í að veita framúrskarandi þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- fagleg ráðgjöf og þjónusta vegna trygginga einstaklinga
- sala til núverandi og nýrra viðskiptavina
- greining á þörfum viðskiptavina
- tilboðsgerð og eftirfylgni
Menntunar- og hæfniskröfur
- menntun sem nýtist í starfi
- reynsla af ráðgefandi sölustörfum
- hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt hugarfar
- framúrskarandi þjónustulund og metnaður til að ná árangri
Advertisement published12. August 2025
Application deadline24. August 2025
Language skills

Required

Required
Location
Kringlan 5, 103 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Sölu- og þjónustufulltrúi óskast til Vinnupalla
Vinnupallar

Aðstoðarmaður Þjónustusviðs
Toyota

Móttökuritari SÁÁ
SÁÁ

Sala og afgreiðsla á þjónustustöð Olís Hellu
Olís ehf.

Fullt Starf í Versluninni Sportís
Sportís ehf

Aðstoðarverslunarstjóri Vero Moda
Vero Moda

Afgreiðsla í verslun og samfélagsmiðlar.
Allt í köku ehf.

Starfsmaður í verslun
Errea

Sölu og þjónustufulltrúi
Nitro Sport ehf

Sölumaður og tæknilegur tengiliður – spennandi tækifæri hjá Signa
Signa ehf

Fjármálaráðgjafi í Borgartúni
Landsbankinn

Full Time Sales Assistant
Sports Direct Lindum