

Smiður óskast til starfa á fasteignasviði Bláa Lónsins
Bláa Lónið óskar eftir vandvirkum og lausnamiðuðum smið til starfa í viðhaldsdeild fyrirtækisins. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem unnið er að viðhaldi, viðgerðum og endurbótum á fasteignum og innviðum Bláa Lónsins.
Helstu verkefni:
· Viðhald og viðgerðir á fasteignum og innviðum
· Almenn smíðavinna og frágangur
· Uppsetning og endurbætur á innréttingum og búnaði
· Önnur tilfallandi verkefni innan fasteignasviðs
Hæfniskröfur:
· Reynsla af viðhaldsverkefnum er kostur
· Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og sjálfstæði í vinnubrögðum
· Góð samskipta- og samstarfshæfni
· Áreiðanleiki, stundvísi og fagmennska
· Sveinsbréf eða meistarabréf í húsasmíði
Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2025.
Nánari upplýsingar veitir Matthías Ásgeirsson, forstöðumaður fasteignareksturs og viðhalds, í netfangið [email protected].
Bláa Lónið er fjölbreyttur, spennandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem lögð er rík áhersla á öfluga liðsheild og góðan starfsanda. Starfsfólk Bláa Lónsins nýtur fjölbreyttra fríðinda í starfi, þar á meðal aðgangs að gæðamötuneyti, styrkja til líkamsræktar, aðgangs að Bláa Lóninu og ýmissa afslátta af vörum og þjónustu félagsins. Einnig býðst starfsfólki reglulega að nýta sér sértilboð hjá samstarfsaðilum okkar.













