
Félagsstofnun stúdenta
Félagsstofnun stúdenta er sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð. FS var stofnuð með lögum nr. 33, 1968 og tók formlega til starfa 1. júní sama ár. Aðild að stofnuninni eiga allir skrásettir stúdentar við Háskóla Íslands, Háskólinn og menntamálaráðuneytið.
FS er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands og er aðalmarkmið að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði stúdenta. Gildi FS eru: Góð þjónusta – Virk samvinna – Jákvæð upplifun – Markviss árangur.
Í dag rekur FS: Bóksölu stúdenta, Leikskóla stúdenta, Stúdentagarða, Stúdentakjallarann, Hámu, Hámu Salatbar, Bókakaffi stúdenta og Kaupfélag stúdenta. Samanlagður starfsmannafjöldi er um 150.

Smiður
Stúdentagarðar óska eftir smið til vinnu. Smiður sinnir öllu almennu viðhaldi á Stúdentagörðum og hjá öðrum einingum innan Félagsstofnunar stúdenta, s.s. leikskóla og veitingasölu eftir þörfum. Smiður sinnir nýsmíði og innkaupum á efni eftir þörfum.
Smiður mætir stúdentum með hlýlegu viðmóti og framúrskarandi þjónustu.
Helstu verkefni
- Sinnir öllu almennu viðhaldi á Stúdentagörðum og hjá FS, sem honum eru falið
- Sinnir nýsmíði á Stúdentagörðum og hjá FS, sem honum er falið
- Umsjón með tækjum og tólum í hans vörslu
- Þrif á verkstæði
- Góð umgengni um sendibíl og þrif eftir notkun eftir þörfum
- Önnur tilfallandi störf
Hæfniskröfur (persónueiginleikar og þekking)
- Iðnmenntun æskileg
- Hreint sakavottorð
- Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg
- Þjónustulyndi
- Hlýlegt viðmót
- Lausnamiðað og jákvætt viðhorf
- Góð samskiptahæfni
- Snyrtimennska
- Samviskusemi
- Skipulagshæfni
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði, enska er kostur
- Almenn tölvukunnátta
Um 100% starf er að ræða.
Advertisement published18. February 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required

Required
Location
Eggertsgata 6, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
CarpenterDelivery
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Spennandi sumarstörf um allt land
Eimskip

Þrif á bílum / Cleaning campervans
Happy Campers

Sumarstarfsmaður í múrverksmiðju
BM Vallá

Bifvélavirki/Mechanics
Blue Car Rental

Umsjónarmaður fasteigna
Hólabrekkuskóli

Vinnusvæðamerkingar
Malbikstöðin ehf.

Starfsmaður á verkstæði AVIS í Reykjanesbæ
Avis og Budget

Dælubílstjóri
Steypustöðin

Starfskraftur í steinsmiðju óskast!
Fígaró náttúrusteinn

Alhliða störf í eignaumsýslu - tímabundin ráðning
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Almennur starfsmaður
Akraborg ehf.

Experienced construction worker - Byggingaverkamaður óskast
Einingaverksmiðjan