Steypustöðin
Steypustöðin
Steypustöðin

Dælubílstjóri

Steypustöðin leitar að Sterkum og Jákvæðum einstaklingi í skemmtilegt og fjölbreytt starf. Ef þú hefur frumkvæði, getur unnið vel undir álagi og ert líkamlega vel í stakk búin(n), gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.💪

Starfið er fjölbreytt og krefjandi, felst að mestu leyti í akstri og stýringu á steypudælu, og er því líkamlega krefjandi. Meiraprófsréttindi (flokkur C) og vinnuvélaréttindi (flokkur D) lágmarkskrafa. Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi til að bætast í okkar góða teymi. Þú þarft að vera tilbúin(n) til að takast á við fjölbreyttar áskoranir í góðum hópi.

Við hvetjum öll kyn og þjóðerni til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dæling steypu samkvæmt fyrirmælum verkstjóra

  • Viðhald faglegra og jákvæðra samskipta við viðskiptavini

  • Afhending vöru á steypustað og kvittun frá móttakanda

  • Vakta gæði framleiðsluvöru og tryggja stöðugt eftirlit

  • Fylgjast með vélbúnaði og tækjum, tilkynna frávik til yfirmanns

  • Viðhalda snyrtimennsku og klæðast hreinum fatnaði í starfi

  • Tryggja að tæki og búnaður séu ætíð hrein og snyrtileg

  • Bregðast við flóknari verkefnum af öryggi og fagmennsku

  • Önnur tilfallandi störf í samstarfi við yfirmann

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Gilt meiraprófsréttindi C 
  • Vinnuvélaréttindi D (Kranar 18 tonnmetrar eða minni)
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Góð íslenskukunnátta kostur
  • Góð enskukunnátta skilyrði
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Eftirfylgni og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Mikil færni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi
  • Hádegismatur
  • Fjölbreytt verkefni
  • Námskeið og fræðsla
  • Jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi
  • Líkamsræktarstyrkur
Advertisement published24. March 2025
Application deadline13. April 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Malarhöfði 10, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.DeliveryPathCreated with Sketch.Cargo transportation
Professions
Job Tags