
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu.
Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu.
Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín.
Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.

Skrifstofustjóri - Geðheilsuteymi austur
Geðheilsuteymi austur leitar að skipulögðum og drífandi einstakling í starf skrifstofustjóra. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður og lausnamiðaður með frábæra samskiptahæfni.
Við Geðheilsuteymi HH austur starfar fjölbreyttur þverfaglegur hópur starfsmanna sem leggur áherslu á góða samvinnu fagstétta með hag skjólstæðingsins að leiðarljósi. Teymið vinnur eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda.
Um er að ræða 100% ótímabundið starf og er æskilegt að viðkomandi getið hafið störf 1. október nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýrir daglegum rekstri skrifstofu, móttöku skjólstæðinga og sér um símsvörun
- Skipuleggur vinnufyrirkomulag og móttöku þannig að rekstur stöðvarinnar raskist ekki
- Skipuleggur og heldur samráðsfundi fyrir móttökuna
- Á í samskiptum við tilvísendur og aðrar stofnanir í samráði við svæðisstjóra
- Kemur að móttöku nema og nýrra starfsmanna í samráði við svæðisstjóra
- Heldur utan um gæða- og öryggismál starfsstöðvar í samráði við svæðisstjóra, stuðlar að gæðaþróun og árangursmati í starfi stöðvar
- Heldur utan um kerfisumsjón á starfstöð
- Fylgist með skráningu skjólstæðinga
- Ráðgjöf og þjónusta við starfsmenn og þjónustuþega
- Stuðlar að góðri vinnustaðamenningu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af sambærilegu starfi skilyrði
- Reynsla af verkstjórn æskileg
- Reynsla af Sögukerfi æskileg
- Reynsla af því að hafa unnið á heilsugæslu æskileg
- Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Jákvæðni, sveigjanleiki og góðir skipulagshæfileikar
- Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
- Góð almenn tölvukunnátta skilyrði
- Þekking á exel og öðrum forritum skilyrði
- Íslenskukunnátta skilyrði
- Góð almenn enskukunnátta æskileg
Fríðindi í starfi
- Heilsustyrkur
- Samgöngustyrkur
Advertisement published12. August 2025
Application deadline22. August 2025
Language skills

Required

Required
Location
Stórhöfði 23, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
PositivityConscientiousIndependenceTeam work
Professions
Job Tags
Other jobs (4)

Verkefnastjóri þjónustu - Heilsugæslan Efstaleiti
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sjúkraliði - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Heilbrigðisgagnafræðingur - Heilsugæslan Mosfellsumdæmi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Miðbæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Similar jobs (12)

Starfsmaður í Smart líkamsrækt Sunnuhlíð
Sunnuhlíð

Móttökuritari á Patreksfirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Umönnun framtíðarstarf - Boðaþing
Hrafnista

Heilbrigðisgagnafræðingur óskast á Ísafirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Móttökuritari á Ísafirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Krókamýri, heimili fatlaðs fólks óskar eftir starfsfólki
Garðabær

Hress og drífandi einstaklingur óskast í stuðning
Garðabær

Skipulögð og áreiðanleg aðstoðarkona óskast
NPA miðstöðin

Móttökuritari SÁÁ
SÁÁ

NPA aðstoðarkona - vaktavinna 100%
aðstoðarkona

Skipulögð og jákvæð aðstoðarkona og aðstoðar verkstjórnandi óskast
FOB ehf.

Ritari stoðdeilda
Reykjalundur