

Skólastjóri Nesskóla
Staða skólastjóra við Nesskóla í Neskaupsstað er laus til umsóknar. Leitað er að kraftmiklum og lausnamiðuðum leiðtoga sem er tilbúinn að leiða þróttmikið skólastarf og taka þátt í eflingu skólasamfélagsins í Fjarðabyggð.
Nesskóli er um 190 nemenda grunnskóli og í sama húsnæði er starfsstöð Tónlistarskóla Fjarðabyggðar og bókasafnið á Norðfirði. Í skólunum ríkir góður starfsandi og þar er góð vinnuaðstaða. Í næsta nágrenni eru leikskólinn Eyrarvellir og Verkmenntaskóli Austurlands. Skólinn er einn af fimm grunnskólum Fjarðabyggðar sem vinna þétt saman, í skólastarfinu er m.a. byggt á byrjenda læsi, hugmyndafræði leiðsagnarnáms, Uppeldi til ábyrgðar og ART og samvinna er um fjölbreytt þróunarstarf.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans; www.nesskoli.is.
• Ábyrgð á rekstri skólans og þróunarvinnu
• Fagleg forysta, dagleg stjórnun og samhæfing starfskrafta skólans
• Víðtækt samstarf við stofnanir, heimili og samfélag
• Umsækjandi skal hafa leyfisbréf til kennslu í grunnskóla
• Viðbótarmenntun í stjórnun er æskileg
• Reynsla af rekstri, stjórnun og þróunarstarfi er æskileg
• Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði













