Ásgarðsskóli, skóli í skýjunum
Ásgarðsskóli, skóli í skýjunum
Ásgarðsskóli, skóli í skýjunum

Náms-og starfsráðgjafi í 20% starf

Ásgarðsskóli leitar að metnaðarfullum og tæknivæddum náms- og starfsráðgjafa í 20% stöðu til að ganga til liðs við okkur. Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að styðja nemendur í námi og persónulegri þróun og búa þau undir farsæla framtíð. Skólinn starfar alfarið á netinu og því er færni í notkun upplýsingatækni og fjarvinnu lykilatriði.

Um Ásgarðsskóla:

Ásgarðsskóli er sjálfstætt starfandi grunnskóli sem starfar alfarið á netinu. Skólinn hefur heimilisfesti í Reykhólasveit en þjónustar nemendur um allt land. Í Ásgarðsskóla er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám þar sem nemendur vinna annað hvort sjálfstætt eða í teymum. Kennslan byggist á samþættingu, nemendastýringu og leiðsagnarnámi, þar sem hver nemandi fær stuðning í samræmi við sínar þarfir.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Taka að sér vikulega kennslu í náms- og starfsráðgjöf fyrir nemendur.
  • Bjóða upp á vikuleg einstaklingsviðtöl við nemendur.
  • Vera virkur þátttakandi í nemendaverndarráði skólans og taka þátt í að móta stuðning fyrir nemendur.
  • Skipuleggja og halda 2-3 hádegisfræðslur á ári fyrir nemendur, foreldra eða starfsfólk.
  • Samþætta náms- og starfsráðgjöf við námskrá skólans og tengja hana markvisst við námsefni og kennslu.
  • Vinna náið með kennurum skólans til að samþætta ráðgjöf við kennslu og nám nemenda.
  • Ráðleggja nemendum um námsleiðir, starfsval og framhaldsnám.
  • Nota upplýsingatækni og fjarkennslutól á áhrifaríkan hátt í ráðgjöf.
  • Þróa og útfæra áætlanir um náms- og starfsráðgjöf sem taka mið af þörfum nemenda og markmiðum skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í náms- og starfsráðgjöf.
  • Reynsla af náms- og starfsráðgjöf með börnum eða unglingum er kostur.
  • Framúrskarandi færni í notkun upplýsingatækni og fjarvinnuverkfæra.
  • Hæfni til að samþætta náms- og starfsráðgjöf við námskrá og námsefni skólans.
  • Góð samskiptafærni og hæfni til að skapa traust.
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Skapandi hugsun og geta til að finna nýjar leiðir til að styðja nemendur.
Advertisement published14. May 2025
Application deadline1. June 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Tech-savvyPathCreated with Sketch.Quick learnerPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.GooglePathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.TeachingPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.Job/school counselorPathCreated with Sketch.Email communicationPathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Team work
Work environment
Professions
Job Tags