Klettaskóli
Klettaskóli

Sjúkraliði - Klettaskóli

Klettaskóli auglýsir starf sjúkraliða laust til umsóknar.

Klettaskóli er sérskóli fyrir nemendur með þroskahömlun og viðbótarfatlanir á aldrinum 6-16 ára og þjónar öllu landinu. Eitt af hlutverkum skólans er að veita starfsfólki annarra grunnskóla ráðgjöf og stuðning vegna nemenda sem hafa svipaðar þarfir og nemendur í Klettaskóla. Einstaklingsmiðun er í námi nemenda Klettaskóla, byggt er á forsendum hvers nemanda og styrkleikum þeirra. Einkunnarorð skólans eru "Menntun fyrir lífið".

Starfsmenn skólans þurfa að hafa góða samstarfs- og samskiptahæfni, vera sveigjanlegir og tilbúnir að takast á við krefjandi en gefandi verkefni.

Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

Að veita nemendum og foreldrum þeirra heildstæða og faglega þjónustu.

Að vinna að gerð umönnunaráætlana í samstarfi við foreldra, umsjónarkennara og hjúkrunarfræðing skólans og fylgja þeim eftir í starfi.

Stuðla að góðum samskiptum og upplýsingaflæði milli hlutaðeigandi aðila (s.s. skóla, heimila og annarra samstarfsaðila).

Að taka þátt í starfi með börnum á skólatíma.

Menntunar- og hæfniskröfur

Starfsleyfi sjúkraliða

Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

Skipulagshæfileikar og hæfni í samskiptum

Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Góð íslenskukunnátta

Góð almenn tölvukunnátta

Advertisement published4. September 2025
Application deadline18. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Suðurhlíð 9, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags