Breiðagerðisskóli
Breiðagerðisskóli

Sérkennari / Þroskaþjálfi

Breiðagerðisskóli auglýsir 100% stöðu sérkennara eða þroskaþjálfa lausa til umsóknar. Í Breiðagerðisskóla nema um 370 nemendur í 1. - 7. bekk. Við skólann er stoðdeild sem þjónustar nemendur með sérþarfir og nemendur af erlendum uppruna. Við skólann er einnig móttökudeild fyrir börn úr fjölskyldum sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. Þar af leiðandi starfar góður hópur sérhæfðra starfsmanna og stuðningsfulltrúa við skólann. Við skólann starfar einnig reyndur þroskaþjálfi sem mun leiða þann sem starfið hlýtur inn í helstu verkefni sem í starfinu felast.
Við skólann eru unnið með Byrjendalæsi og kennsluhættir eru í stöðugri þróun. Helstu áherslur þróunarstarfsins undanfarin ár hafa verið á námsmat og nýja nálgun í stærðfræðikennslu.
Í Breiðagerðisskóla eru um 370 nemendur í 1. til 7. bekk. Einkunnaorð skólans eru menntun, samvinna og vellíðan. Kennsluhættir einkennast af fjölbreytni þar sem reynt er að koma til móts við ólíkar þarfir og áhuga nemenda. Lögð er áhersla á vellíðan allra og að nemendur taki stöðugum framförum. Sameiginleg ábyrgð á námi og vellíðan nemenda er grunnurinn í stefnu skólans.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að sinna þjálfun, umönnun og kennslu nemenda með þroskaraskanir og / eða fötlun.
  • Að þjálfa samskipta- og félagshæfni nemenda sem þurfa þess með.
  • Að skipuleggja þjálfunaraðstæður, útbúa þjálfunargögn og fylgja því eftir að unnið sé að settum markmiðum.
  • Að annast upplýsingagjöf og upplýsingaöflun vegna sérþarfa skjólstæðinga sinna.
Hæfniskröfur
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Menntun í þroskaþjálfafræðum eða sérkennslufræðum.
Advertisement published24. January 2025
Application deadline3. February 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Breiðagerði 20, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.TeachingPathCreated with Sketch.Team work
Professions
Job Tags