Leikskólinn Vinagerði
Leikskólinn Vinagerði
Leikskólinn Vinagerði

Sérkennsla í Vinagerði

Í Vinagerði er fjölmenningarlegt samfélag barna og starfsfólks sem vinnur eftir gildunum gleði, hvatning og nærgætni. Sérkennari sér um ráðgjöf og eftirfylgd á námi og leik barna sem þurfa sértæka aðstoð og umönnun inn á deild. Unnið er í teymisvinnu þar sem allir hjálpast að og leiðsögn er fengin frá sérkennslustjóra og sérfræðingum frá Norðurmiðstöð.

Vinagerði er þriggja deilda leikskóli með 60 börnum og starfar í anda Reggio Emilia. Við höfum nýlega lokið þróunarverkefni með 5 öðrum skólum í innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og erum því orðin að Réttindaskóla. Leikskólinn er í gamalgrónu hverfi miðsvæðis í Reykjavík. Í nánasta umhverfi eru fallegar gönguleiðir og staðir sem gaman er að njóta.

Áhersla er lögð á skapandi starf, flæði, frjálsan leik og að umhverfi barnanna veki forvitni og vellíðan. Við nýtum skapandi og náttúrulegan efnivið en auk þess er boðið upp á gott úrval af vönduðu leikefni bæði innan dyra og utan. Útileiksvæði er gott og vel skipulagt. Í Vinagerði starfar metnaðarfullur hópur af fólki með fjölbreytta menntun. Við leggjum mikla áherslu á góðan starfsanda og samvinnu. Við erum einn leikskóli og störfum því sem heild.

Við hvetjum alla áhugasama til að koma í heimsókn og kíkja á heimasíðuna www.vinagerdi.is ásamt instagramsíðuna okkar.

Hjá okkur færð þú frían hádegismat og átt rétt á sund- og menningarkorti. Auk þess er 36 stund vinnuvika og samgöngustyrkur.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

Að veita barni atferlisþjálfun.

Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning.

Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.

Að vinna einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.

Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.

Menntunar- og hæfniskröfur

Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, sálfræðimenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi

Reynsla af starfi með börnum er æskileg

Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi

Framúrskarandi íslenskukunnátta C1

Fríðindi í starfi
  • Stytting vinnuvikunnar; 36 stunda vinnuvika
  • Frír hádegismatur
  • Sundkort sem veitir ókeypis aðgang að 7 sundlaugum
  • Menningarkort sem veitir ókeypis aðgang að söfnum borgarinnar
  • Samgöngustyrkur
  • Líkamsræktarstyrkur
Advertisement published22. January 2025
Application deadline5. February 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Langagerði 1, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Independence
Work environment
Professions
Job Tags