Stekkjaskóli
Stekkjaskóli
Stekkjaskóli

Sérkennari/Sérfræðingur

Óskað er eftir sérkennara/sérfræðingi. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem starfar í nánu samstarfi við kennara í skóla sem m.a. leggur áherslu á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og skapandi skólastarf.

Sérkennari/sérfræðingur vinnur í stoðþjónustuteymi skólans og veitir m.a. leiðsögn og ráðgjöf til foreldra og annarra starfsmanna. Hann þjálfar og styður við nám nemenda, í samstarfi við umsjónarkennara, er þurfa á sértækum stuðningi að halda í skólastarfinu og daglegum athöfnum.

Stekkjaskóli er nýr grunnskóli á Selfossi sem tók til starfa haustið 2021. Fyrsti áfangi nýbyggingar skólans var tekinn í notkun í mars 2023 og 2. áfangi var tekinn í notkun í janúar 2025. Í skólanum eru um 360 nemendur. Fullbyggður verður skólinn fyrir um 500 nemendur í 1.-10. bekk. Í Stekkjaskóla er lögð áhersla á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og nýsköpun, skapandi skólastarf, umhverfismál og jákvæðan skólabrag.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fylgist með velferð nemenda, hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þeir fái notið sín sem einstaklinga
  • Ber ábyrgð á að nemendur njóti kennslu samkvæmt megin markmiðum aðalnámskrá grunnskóla
  • Ber ábyrgð á að tryggja öryggi og velferð nemenda sinna
  • Sérkennari vinnur í nánu samstarfi við starfsfólk skólans og foreldra/forráðamenn nemenda í samráði við deildarstjóra
  • Að taka þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skóla og sveitarfélags
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf grunnskólakennara eða önnur háskólamenntun á sviði skólamála s.s. þroskaþjálfafræða, iðjuþjálfunar, uppeldis- og menntunarfræða eða kennslufræða
  • Framhaldsmenntun á sviði kennslu- og uppeldisfræða eða sérkennslu er æskileg
  • LOGOS-réttindi kostur
  • Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð   
  • Hæfni og áhugi á skólastarfi
  • Góð færni í mannlegum samskiptum  
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
Advertisement published25. September 2025
Application deadline6. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Austurvegur 2, 800 Selfoss
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Planning
Professions
Job Tags