
Núpur
Núpur er 5 deilda leikskóli staðsettur við Núpalind í Kópavogi. Í leikskólanum geta dvalið 99 börn. Einkunnarorð leikskólans eru sjálfstæði og sköpun í samvinnu og gleði en þau fela í sér stefnu leikskólans. Stefna leikskólans er að börn verði sjálfstæðir einstaklingar sem þekkja sín takmörk í samskiptum við aðra og finni möguleika sína til þróunar andlega og líkamlega.
Leikskólinn vill skapa aðstæður þar sem börnin geta valið sem mest sjálf þau viðfangsefni sem þau vilja fást við. Einnig er stefnt að því að börnin verði skapandi og frjóir einstaklingar sem sjá möguleika og telji að hindranir séu til að sigrast á. Leikskólinn vill skapa aðstæður þar sem börnin fá að njóta sköpunargleði sinnar og að leikskólakennarar styðji og styrki sjálfstæða sköpun. Einnig er lögð mikil áhersla á samvinnu en við viljum að börnin læri að vinna saman á jafnréttisgrunni og öðlist betri sjálfsþekkingu í gegnum samvinnu.
Við viljum að leikskólastarfið sé gleðiríkt og að börnin njóti leikskóladvalar sinnar. Leikskólinn vill stuðla að aukinni gleði í leik og starfi þannig að barnið læri að þekkja sjálft sig með glöðum og ánægðum hug.

Sérkennari eða þroskaþjálfi í Núp
Okkur í Núpi vantar sérkennara, leikskólakennara, þrostkaþjálfa eða sálfræðing í 75-100% starf
Leikskólinn Núpur er 5 deilda leikskóli sem staðsettur er í Núpalind 3. Einkunnarorð Núps eru sjálfstæði og sköpun í samvinnu og gleði. Við leggjum áherslu á Fjölgreindir í leikskólastarfi og að hin siðferðislegu gildi samfélagsins endurspeglist í öllu leikskólastarfinu s.s. virðing fyrir einstaklingnum, samábyrgð, umhyggja, sáttfýsi og tjáningarfrelsi allra.
Okkur vantar sérkennara í sérkennsluteymið okkar. Sérkennslan er unnin í teymisvinnu sérkennara leikskólans. Teymið fundar vikulega þar sem farið er yfir mál hvers og eins barns sem nýtur sérkennslu.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veitir barni sem nýtur sérkennslu sérstakan stuðning.
- Fylgir barni eftir í leik og starfi í samráði við teymið og deildarstjóra viðkomandi deildar.
- Vinnur náið með foreldrum, ráðgjöfum og öðru starfsfólki deildarinnar.
- Gerir einstaklingsnámskrá í samráði við sérkennslustjóra og fylgir henni eftir.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framhaldsmenntun í sérkennslu, leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af sérkennslu æskileg.
- Hæfni til að vinna í teymi.
- Skapandi hugsun og metnaður í starfi.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Góð íslenskukunnátta skilyrði.
Fríðindi í starfi
- Frítt fæði.
- 36 stunda vinnuvika.
Advertisement published6. October 2025
Application deadline20. October 2025
Language skills

Required
Location
Núpalind 3, 201 Kópavogur
Type of work
Skills
PositivityTeachingAmbitionIndependencePlanningTeam work
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Deildarstjóri í Maríuborg
Leikskólinn Maríuborg

Kennari - Leikskólinn Vesturkot
Hafnarfjarðarbær

Sérkennslustjóri óskast til starfa - Leikskólinn Bakkakot
LFA ehf.

Leikskólakennari - leikskólaliði
Leikskólinn Ösp

Tónlistarkennari óskast
Fjarðabyggð

Skemmtileg hlutastörf næsta vetur í frístundaheimilum í Árbæ, Grafarholti og Grafarvogi
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland

Part time teacher of mathematics - paternity cover
Landakotsskóli

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Leikskólinn Furuskógur

Leiðbeinandi óskast í leikskólann Nóaborg - 36 stunda vinnuvika
Leikskólinn Nóaborg

Kennari óskast í 50-100% starf
Kvíslarskóli

Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöð -Askja
Kringlumýri frístundamiðstöð