Leikskólinn Furuskógur
Leikskólinn Furuskógur
Leikskólinn Furuskógur

Leikskólakennari/leiðbeinandi

Viltu vera hluti af skemmtilegum hópi starfsfólks í Furuskógi?

Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólann Furuskóg. Leikskólinn er starfræktur í tveimur húsum í Fossvoginum og liggur vel við samgöngum. Einkunnarorð skólans eru Gleði, Vinsemd og Virðing, og er áhersla lögð á lýðræði, sköpun, útinám og lífsleikni í starfi með börnunum. Skólinn hlaut Regnbogavottun í apríl 2022.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Ef ekki fæst leikskólakennari í starfið kemur til greina að ráða einstakling með aðra menntun/reynslu sem nýtist í starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þar með talið að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara
  • Reynsla af starfi í leikskóla æskileg
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Áhugi á leikskólastarfi
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Íslenska B2 skv. samevrópska tungumálarammanum er skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Forgangur í leikskóla fyrir börn starfsfólks og afsláttur af leikskólagjöldum
  • Stytting vinnuvikunnar - 36 stunda vinnuvika miðað við fullt starf
  • Frítt fæði á vinnutíma, grænmetis- og veganfæði í boði
  • Samgöngustyrkur
  • Menningarkort sem veitir aðgang að söfnum borgarinnar og ókeypis bókasafnskort
  • Heilsuræktarstyrkur og frítt í sundlaugar Reykjavíkur
Advertisement published10. October 2025
Application deadline19. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Efstaland 28, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Clean criminal record
Professions
Job Tags