
Sjúkratryggingar Íslands
Sjúkratryggingar er lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi. Við tryggjum réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að leiðarljósi að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.
Sjúkratryggingar vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna. Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma, fjarvinnu allt að 2 daga í viku auk þess sem starfsfólk nýtur hlunninda á borð við íþróttastyrk og samgöngustyrk vegna vistvænna samgangna. Stofnunin hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu um styttingu vinnuvikunnar og er vinnuvikan 36 stundir.
Sérfræðingur í þjónustumiðstöð - Greiðslukerfi
Vilt þú vinna í spennandi og síbreytilegu umhverfi þar sem þú tekur þátt í að þróa og efla íslenska heilbrigðisþjónustu?
Sjúkratryggingar leita að öflugum og lausnamiðuðum sérfræðingi til að starfa í þjónustumiðstöð stofnunarinnar. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem áhersla er lögð á þjónustu við almenning og fagfólk, úrvinnslu og framkvæmd við greiðslukerfi, umbætur í verkferlum og þátttöku í stafrænni umbreytingu.
Sjúkratryggingar eru lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi sem tryggir réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að leiðarljósi að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Afgreiðsla mála sem varða greiðslukerfi Sjúkratrygginga.
- Framkvæmd greiðslna samkvæmt samningum Sjúkratrygginga við heilbrigðisveitendur.
- Umsjón og framkvæmd á verkefnum ákveðna málaflokka þjónustumiðstöðvar undir verkstjórn teymisstjóra.
- Þátttaka við ferlagerð, innleiðingu umbóta og vinnusparandi tækni.
- Miðlæg móttaka og skráning erinda og gagna.
- Gerð samantekta, greiningavinna og úrvinnsla upplýsinga.
- Ráðgjöf og þjónusta við einstaklinga og heilbrigðisstarfsfólk.
- Þátttaka í þróun og innleiðingu stafrænna lausna.
- Þverfaglegt samstarf innan þjónustumiðstöðvar og við aðrar einingar stofnunarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. í opinberri stjórnsýslu, heilbrigðisvísindum, viðskiptafræði eða upplýsingatækni.
- Reynsla af þjónustustörfum og stjórnsýslu er kostur.
- Áhugi á stafrænni þróun og umbótum í opinberri þjónustu.
- Mjög gott vald á íslensku og ensku í mæltu og rituðu máli.
- Góð færni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð hugsun.
- Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Lipurð í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
- Frumkvæði, metnaður og vönduð vinnubrögð.
- Geta til að starfa bæði sjálfstætt og í hópi.
Advertisement published23. July 2025
Application deadline5. August 2025
Language skills

Required

Required
Location
Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Sales Administrator
Nox Medical

Gjaldkeri og umsjón með skráningu í viðburði
Íþróttabandalag Reykjavíkur

Sérfræðingur í bótaskyldu ökutækjatjóna
Sjóvá

Þjónustuver - þjónustufulltrúi
Öryggismiðstöðin

Skrifstofustjóri í afleysingu skólaárið 2025 - 2026 - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær

Aðalbókari
Skólamatur

Sérfræðingur í skráningarmálum (Regulatory Affairs Specialist) - Ísafjörður
Kerecis

Ertu þjónustulipur, lausnamiðaður og til í að hafa áhrif?
Sjúkratryggingar Íslands

Ráðgjafi við söludeild flutningalausna
Eimskip

Sérfræðingur í þjónustumiðstöð - Ákvörðun réttinda
Sjúkratryggingar Íslands

Sérfræðingur í innkaupum
Landsnet hf.

Þjónustufulltrúi í þjónustuveri BHM
BHM