

Aðalbókari
Aðalbókari
Skólamatur ehf óskar eftir að ráða aðalbókara til starfa á fjármálasviði félagsins.
Helstu verkefni eru yfirumsjón með daglegu bókhaldi og launavinnslu félagsins tímabundið.
Starfsstöð er á Iðavöllum 1A í Reykjanesbæ og vinnutíminn er milli 8:00-16:00 alla virka daga.
· Umsjón, eftirlit og ábyrgð á bókhaldi
· Færsla bókhalds, afstemmingar og skil á virðisaukaskatti
· Yfirumsjón með viðskiptamanna- og lánadrottnabókhaldi
· Skráning og bókun á innkaupareikningum
· Eftirlit með samþykktum reikningum
· Útskrift viðskiptamannareikninga
· Innheimta
· Þátttaka í þróun upplýsingakerfis og verkferla
· Undirbúningur mánaðarlegra uppgjöra
· Aðstoð við gerð ársreikninga
· Launavinnsla
· Umsjón og eftirfylgni með skráningum í tímaskráningarkerfi
· Halda utan um frídaga, veikindaleyfi og fæðingarorlofsdaga
· Skil á lífeyri, stéttarfélagsgjöldum og öðrum gjöldum
· Upplýsingagjöf til starfsfólks um launa- og kjaramál
· Önnur tilfallandi verkefni
- Háskólamenntun á sviði fjármála- eða viðskiptafræði
· Reynsla af bókhaldsstörfum og launavinnslu er skilyrði
· Þekking á mannauðs- og launakerfinu Kjarna er kostur
· Kunnátta á DK bókhaldskerfi er kostur
· Góð almenn tölvukunnátta og færni í excel
· Góð samskiptahæfni og þjónustulund
· Nákvæm og öguð vinnubrögð
· Talnagleggni
· Sjálfstæði og frumkvæði
· Íþróttastyrkur
· Samgöngustyrkur
· Fjölskylduvænn vinnustaður












