
Landsnet hf.
Við erum lykilinnviður þjóðarinnar og allt okkar starf snýst um að flytja orku sem drífur áfram lífsgæði og sköpunarkraft samfélagsins til framtíðar.Við erum líka framsækið þekkingarfyrirtæki sem býður kraftmiklu starfsfólki spennandi verkefni við aðstæður þar sem umhyggja, jafnrétti og öryggi eru í fyrirrúmi.

Sérfræðingur í rekstri stafrænna kerfa
Gerum flutningskerfið snjallara!
Við leitum að metnaðarfullum og ábyrgum liðsfélaga til að styrkja teymi sérfræðinga sem vinna að rekstri stjórn- og varnarbúnaðar, sjálfvirknivæðingu og snjallnetslausnum í flutningskerfi raforku. Hlutverk okkar er að undirbúa Landsnet fyrir framtíðina – hvort sem það felur í sér nýja tækni, aukinn raforkuflutning, nýja viðskiptavini eða breyttar áherslur í orkumálum.
Landsnet er framarlega á heimsvísu í notkun stafrænna lausna í orkuflutningi og þú færð að taka þátt í verkefnum sem skipta samfélagið máli.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rekstur og eftirlit með stjórn- og varnarbúnaði.
- Innleiðing nýrrar tækni í stjórn- og varnarbúnaði raforkukerfa.
- Þróun sjálfvirknivæðingar og snjallnetslausna.
- Greining gagna og upplýsinga til að bæta rekstur og öryggi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði tækni- eða verkfræði; marktæk starfsreynsla getur komið í stað formlegrar menntunar.
- Mjög góð tölvukunnátta; þekking á forritun og netsamskiptum er kostur.
- Þekking á stjórn- og varnarbúnaði og/eða raforkukerfum er kostur.
- Þekking á fjarskiptatækni (ef við á) er kostur.
- Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð; sterk greiningarhæfni.
- Góð hæfni í uppbyggilegum samskiptum og samvinnu.
Fríðindi í starfi
- Áhrif á samfélagslega mikilvæg verkefni og tækifæri til að móta stafrænan rekstur flutningskerfisins.
- Gott vinnuumhverfi þar sem lögð er áhersla á faglegan stuðning og þjálfun.
- Aðstaða á vinnustaðnum, m.a. líkamsrækt og mötuneyti.
- Samstarf við fjölbreytt og áhugasamt starfsfólk.
Advertisement published26. September 2025
Application deadline12. October 2025
Language skills

Required

Required
Location
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Gæða- og öryggisstjóri
Einingaverksmiðjan

Áhættustjóri
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Verkefnastjóri á framkvæmdasviði
Norðurorka hf.

Lausnamiðaður ráðgjafi í Tækniráðgjöf Deloitte
Deloitte

Framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir

Framkvæmdastjóri hönnunar- og áætlanasviðs
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir

Verkefnastjóri áætlunargerðar
Ístak hf

Sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs
Húnaþing vestra

Gagnasérfræðingur (e. Data scientist)
Vörður tryggingar

Join Our New Product Introduction Team! Biopharmaceutical Process Experts Wanted!
Alvotech hf

Software Engineer — AI/Cloud
Nox Medical

Software Engineer — AI/Cloud (Fixed-term)
Nox Medical