

Sérfræðingur í bókhaldi og launavinnslu hjá 66°Norður
66°Norður leitar að öflugum sérfræðingi í bókhald og launavinnslu félagsins. Helstu verkefni eru undirbúningur og vinnsla launa, bókhald og afstemmingar.
Viðkomandi verður hluti af öflugu teymi á Fjármálasviði sem tekur virkan þátt í að styðja við vöxt fyrirtækisins með fagmennsku og lausnamiðaðri hugsun.
Um er að ræða fullt starf eða 60-80% hlutastarf.
· Launavinnsla og skil til opinberra aðila
· Bókhald og afstemmingar
· Mánaðarleg uppgjör og skýrslugerð
· Þátttaka í umbótaverkefnum og sjálfvirknivæðingu ferla
· Önnur tilfallandi verkefni
· Menntun sem nýtist í starfi
· Reynsla af bókhaldi og launavinnslu er skilyrði
· Þekking á H3 launakerfi mikill kostur
· Kunnátta á Microsoft Dynamics AX er kostur
· Þekking á kjaramálum og réttindum
· Færni og kunnátta í Excel
· Góð almenn tölvuþekking
· Framúrskarandi íslensku og ensku kunnátta
· Rík þjónustulund og jákvæðni













