
Colas Ísland ehf.
Colas Ísland er stærsta malbikunarfyrirtæki landsins. Fyrirtækið var stofnað árið 1987 og er hluti af Colas samsteypunni sem teygir anga sína um allan heim. Colas Ísland tekur að sér malbiksverkefni út um allt land og rekur rannsóknarstofu, gæðaeftirlit, bikstöðvar, malbikunarstöðvar, fræsingadeild, verkstæði og malbikunarflokka. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Hafnarfirði en við erum einnig með deild á Akureyri. Hjá fyrirtækinu vinna yfir 120 manns á sumrin.
Aðalaskrifstofur Colas eru að Reykjavíkurvegi 74 í Hafnarfirði.

Launafulltrúi og bókari
Colas Ísland auglýsir laust til umsóknar 100% starf launafulltrúa og bókara hjá fyrirtækinu. Viðkomandi mun annast færslu bókhalds ásamt launavinnslu og launaútreikningum. Næsti yfirmaður er fjármálastjóri.
Við leitum að jákvæðum og talnaglöggum einstaklingi til að ganga til liðs við skemmtilegan og framsækinn starfsmannahóp. Skrifstofa Colas Ísland er að Reykjavíkurvegi 74 í Hafnarfirði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Launavinnsla og frágangur launa
- Skráning og bókun reikninga
- Skráningar í launa - og tímaskráningarkerfi
- Yfirferð tíma- og verkskráninga
- Upplýsingagjöf og samskipti við starfsmenn og stjórnendur vegna launa og reikninga
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun viðurkennds bókara kostur
- Reynsla af launavinnslu
- Reynsla af færslu bókhalds
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Skipulagshæfni og nákvæmni
- Góð almenn tölvuþekking
- Færni í manlegum samskiptum
- Rík þjónustulund
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Þekking á bókhaldskerfinu Microsoft Dynamics 365 Business Central kostur
- Þekking á Kjarna mannauðs- og launakerfi og Tímon kostur
Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Guðmundsdóttir fjármálastjóri [email protected].
Við hvetjum jafnt öll kyn til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 17. ágúst 2025.
Advertisement published31. July 2025
Application deadline17. August 2025
Language skills

Required

Required
Location
Reykjavíkurvegur 74, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Aðalbókari
Skólamatur

Bókari og gjaldkeri - 50% starf
Samband íslenskra sveitarfélaga

Skrifstofustjóri
Starfsmannafélag Garðabæjar

Bókhald og uppgjörsvinnsla
Debet endurskoðun og ráðgjöf

Sérfræðingur í bókhaldi og launavinnslu
ICEWEAR

Bókari 60-80% starfshlutfall
ICEWEAR

MANNAUÐSFULLTRÚI
Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Accountant/Bókari
Alvotech hf

Aðalbókari óskast
Birtingahúsið

BÓKHALD aðstoðarmanneskja - Ferðaskrifstofa
Eskimos Iceland

Sérfræðingur í launavinnslu
Aðalbókarinn ehf

Liðsmaður í bókhaldsdeild
Iceland ProServices