Embætti forseta Íslands
Embætti forseta Íslands

Sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands

Skrifstofa forseta Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings. Sérfræðingur á skrifstofu forseta sinnir margvíslegum verkefnum sem honum eru falin af forseta og forsetaritara, þar með talið upplýsingaöflun, textagerð og skráningu. Viðkomandi ber ritstjórnarlega ábyrgð á heimasíðu embættisins, sinnir ýmis konar efnisöflun og frágangi texta fyrir embættið ásamt því að hafa umsjón með samstarfsverkefnum af ýmsum toga, erlendum sem innlendum. Þá tekur viðkomandi þátt í skipulagningu og framkvæmd viðburða á vegum embættisins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Meistara- og/eða doktorsgráða nauðsynleg.
  • Víðtæk starfsreynsla, meðal annars á sviði alþjóðlegra samskipta.
  • Umtalsverð reynsla af stýringu verkefna.
  • Haldmikil þekking á sögu og menningu og glöggur skilningur á íslensku samfélagi.
  • Lipurð í samskiptum, skipulagshæfni og sveigjanleiki á miklum annatímum.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Umtalsverð reynsla af textagerð, þar með talin ritstjórn vefsíðna.
  • Góð tækni- og tölvukunnátta.
  • Mjög góð tungumálakunnátta, þar með talið afburðagott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
  • Gott orðspor.

Starfið er laust vorið 2026.

Umsóknarfrestur er til og með 17. desember 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Um er að ræða fullt starf, sem heyrir undir forsetaritara og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225 og Sif Gunnarsdóttir, forsetaritari í síma 540 4400.

Nánari upplýsingar um embætti forseta Íslands má finna á www.forseti.is.

Advertisement published3. December 2025
Application deadline17. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Expert
Location
Sóleyjargata 1, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.EditorPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.FlexibilityPathCreated with Sketch.Content writingPathCreated with Sketch.Project managementPathCreated with Sketch.Event management
Professions
Job Tags