
MAGNA Lögmenn
MAGNA býður upp á alhliða lögfræðiþjónustu. Grundvallarstefna stofunnar er að veita ávallt gæðaþjónustu þar sem áhersla er lögð á hraða, árangursríka afgreiðslu og sérhæfingu til að fullnægja sívaxandi kröfum. Hjá MAGNA starfar fjöldi lögmanna og lögfræðinga með sérfræðiþekkingu á ýmsum réttarsviðum, auk góðs teymis skrifstofufólks. Nánari upplýsingar um MAGNA má finna á heimasíðu fyrirtækisins www.magna.is.
Fjölbreytt skrifstofustarf
MAGNA lögmannsstofa óskar eftir að ráða jákvæðan og skipulagðan einstakling í fjölbreytt skrifstofustarf. Starfið felur í sér hefðbundin skrifstofustörf, auk almennrar aðstoðar við lögmenn stofunnar.
Viðkomandi þarf að búa yfir góðri samskiptahæfni, þjónustulund og nákvæmni auk þess að hafa góða hæfni í tölvuvinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Aðstoð við gerð dómsskjala og skjalavinnslu.
- Almenn bókhaldstengd verkefni og gjaldkerastörf.
- Umsjón með innkaupum og birgðahaldi.
- Samskipti við þjónustuaðila og birgja.
- Skipulagning funda, veitinga og annarra viðburða á vegum stofunnar.
- Símsvörun, móttaka gesta, og almenn samskipti við viðskiptavini.
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sambærilegu starfi á skrifstofu er æskileg.
- Góð tölvukunnátta, sérstaklega í Microsoft Office og rafrænum vinnukerfum.
- Skipulagshæfni, áreiðanleiki og sjálfstæð vinnubrögð.
- Framúrskarandi þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Jákvætt viðmót og fagleg framkoma.
- Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
Advertisement published20. November 2025
Application deadline8. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
Location
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
ReliabilityProactivePositivityHuman relationsIndependencePlanningCustomer service
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Sérfræðingur á fjármálasviði
Bláa Lónið

Skrifstofustjóri í Tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík

Verkefnastjóri í Tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík

Starfsmaður í almenn skrifstofustörf
MD Vélar ehf

Sérfræðingur í starfsmenntamálum
Efling stéttarfélag

Bókari á fjármálasviði
Avis og Budget

Sérfræðingur í kjara og réttindamálum
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Starf á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands KKÍ
Körfuknattleikssamband Íslands

Byggiðn - Félag byggingamanna auglýsir eftir reyndum kjarafulltrúa á skrifstofu félagsins
Byggiðn- Félag byggingamanna

Lögfræðingur.
Norðdahl, Narfi & Silva

Fulltrúi á skrifstofu
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

Starfskraftur afgreiðslu á Höfuðborgarsvæðinu
Frumherji hf