Vaki fiskeldiskerfi ehf.
Vaki fiskeldiskerfi ehf.

Sérfræðingur á fjármálasviði

Sérfræðingur óskast í fullt starf á fjármálasviði Vaka fiskeldiskerfa ehf. Um er að ræða spennandi starf í alþjóðlegu umhverfi sem felur í sér umsjón með útgáfu sölureikninga, samskipti við viðskiptavini og starfsmenn framleiðslu- og flutningsdeildar félagsins. Að auki tekur starfsmaður þátt í mánaðaruppgjörum félagsins og ýmsum tengdum hlutverkum innan fjármálasviðs.

Við leitum af jákvæðum, skipulögðum og lausnamiðuðum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti bæði á Ensku og Íslensku.

Þetta er frábært tækifæri til að starfa í alþjóðlegu umhverfi. Starfið er í Kópavogi en með tengingar við systurfélög félagsins víðsvegar um heim.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með útgáfu sölureikninga og samskiptum við viðskiptavini
  • Samræmingaraðili milli sölu-, framleiðslu- og fjármáladeilda varðandi sölumál
  • Þátttaka í mánaðaruppgjörum; afstemmingar, greiningar og skýrslugerð
  • Samskipti við endurskoðendur
  • Gjaldkerfi félagsins
  • Styður við innkaup félagsins í afleysingum
  • Önnur tilfallandi verkefni og stuðningur við fjármálastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Viðskiptafræðimenntun eða sambærileg menntun
  • 5 ára starfsreynsla
  • Góð tölvukunnátta, þ.m.t. Excel og Word
  • Geta til að tileinka sér tækninýjungar
  • Reynsla af notkun SAP er kostur
  • Mjög góð samsktipa- og samstarfshæfni
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Íþróttastyrkur
  • Öflugt starfsmannafélag
  • Heimanettenging og símreikningar greiddir af fyrirtækinu
  • Símkaupastyrkur
  • Mötuneyti
  • Jafnlaunavottaður vinnustaður
Um Vaka

Vaki fiskeldiskerfi ehf. var stofnað árið 1986 og hefur frá fyrstu tíð verið leiðandi fyrirtæki í hönnun og þróun hátæknibúnaðar fyrir fiskeldi út um allan heim. Árið 2019 keypti MSD allt hlutafé í Vaka og er það í dag hluti af MSD samstæðunni, nánar tiltekið MSD Animal Health. MSD er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki, skráð á Bandaríska hlutabréfamarkaðnum undir heitinu Merck & Co., Inc. (MRK). MSD Animal Health hlutinn starfar að velferð dýra með þróun lyfja og tækni fyrir iðnað sem og gæludýr.

Í starfstöð Vaka í Kópavogi starfa um 25 manns og sinna vöruþróun, framleiðslu og þjónustu en um 70 þúsund starfsmenn starfa hjá MSD samstæðunni víðsvegar um heiminn.

Advertisement published23. March 2025
Application deadline4. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Akralind 4, 201 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ReconciliationPathCreated with Sketch.Tech-savvyPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Billing
Professions
Job Tags