

Reyðarfjörður - Bílstjóri á pósthúsi
Pósturinn auglýsir eftir bílstjóra í 100% starfshlutfall á pósthúsið á Reyðarfirði.
Starfið felur útkeyrslu sendinga til fyrirtækja og einstaklinga á svæðinu og önnur tilfallandi verkefni.
Vinnutíminn er frá klukkan 08:00 til 16:00. Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf um miðjan ágúst eða eigi síðar í byrjun september 2025.
Hæfniskröfur:
- Góð samskiptahæfni
- Rík þjónustulund
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Jákvætt hugarfar og lausnamiðuð hugsun
- Bílpróf og að viðkomandi hafi náð 18 ára aldri
Umsóknarfrestur er 17. júlí til og með 28. júlí.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórunn Björg Halldórsdóttir, rekstrarstjóri, í tölvupósti - [email protected].
Hjá Póstinum starfar lausnamiðað starfsfólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum þar sem liðsheild, þjálfun og góður starfsandi er í forgrunni. Pósturinn leggur sitt lóð á vogarskálar til að stuðla að sjálfbærni og hefur uppfyllt öll markmið Grænna skrefa. Pósturinn er jafnlaunavottað fyrirtæki.













