
TG raf ehf.
TG raf er rafmagnsdeild innan kælismiðjunnar Frost sem er löggiltur rafverktaki og veitir faglega og trausta þjónustu fyrir útgerðir, vinnslur, virkjanir, byggingarverktaka og önnur fyrirtæki víða um land.
Hjá TG raf starfar traustur, samheldinn og metnaðarfullur hópur fólks sem leggur metnað og krafta í að ná markmiðum um góða og örugga þjónustu við viðskiptavini okkar.
Starfsfólk okkar fær tækifæri til að starfa við fjölbreytt og spennandi verkefni í jákvæðu starfsumhverfi þar sem velferð starfsmanna er í fyrirrúmi,

Rafvirki með sérþekking á brunakerfum
TG raf leitar að reyndum rafvirkja/sérfræðingi í brunaviðvörunarkerfum til að ganga til liðs við samheldinn og metnaðarfullan hóp okkar. Starfið felur meðal annars í sér fjölbreytt og mikilvæg verkefni í uppsetningu, viðhaldi og þjónustu á brunaviðvörunarkerfum um allt land.
Hafir þú sveinspróf í rafvirkjun eða aðra sambærilega fagmenntun, býrð yfir reynslu og getur starfað sjálfstætt erum við með starf fyrir þig.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppsetning, forritun, prófanir og viðhald brunaviðvörunarkerfa
- Bilanagreiningar og úrbætur
- Reglulegar úttektir og skráning samkvæmt öryggisstöðlum
- Samskipti við verkstjóra, viðskiptavini og samstarfsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í rafvirkjun eða sambærileg menntun
- Reynsla af smáspennukerfum með sérþekkingu á brunaviðvörunarkerfum
- Sjálfstæð vinnubrögð og góð greiningarhæfni
- Lausnamiðaður, áreiðanlegur og þjónustulund
Við bjóðum
- Fjölbreytt og spennandi verkefni
- Gott starfsumhverfi og samheldinn starfsmannahóp
- Tækifæri til að hafa áhrif á þróun á starfi
- Verkefni um allt land
Allar umsóknir skulu berast í gegnum ráðningarkerfi Alfred.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrund Apríl mannauðsfulltrúi, [email protected]
Advertisement published18. December 2025
Application deadline29. January 2026
Language skills
EnglishRequired
IcelandicRequired
Location
Dofrahella 5, 221 Hafnarfjörður
Háheiði 2, 800 Selfoss
Type of work
Skills
Electrician
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Ert þú rafvirki með áhuga á tækni og þróun?
Orkusalan

Tæknimaður hjá Íslandsspilum
Íslandsspil sf.

Ráðgjafi og Virknistjóri Kerfisbundins frágangs (Commissioning)
NORCOM - Nordic Commissioning ehf.

Pípulagningarmaður eða reynslumikill einstaklingur
Garðabær

Rafvirki / Rafeindavirki til starfa í Tæknideild
Nortek

Logskurðarmaður - Hafnarfjörður
Hringrás Endurvinnsla

Löður - mannaðar stöðvar
Löður

Safnvörður á Byggðasafnið á Garðskaga
Suðurnesjabær

Tækjasérfræðingur - Ergo
Íslandsbanki

Rafmagnaður ráðgjafi óskast
Vélar og verkfæri ehf.

Hópstjóri farangurskerfa og umsjónarmanna
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Spennandi starf rafvirkja í Straumsvík
Rio Tinto á Íslandi