Ráðgjafi í mannauðslausnum
Mannauðslausnir Advania leita að jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingi með reynslu á sviði launamála til að sinna starfi ráðgjafa í mannauðslausnum.
Mannauðslausnir Advania þróa og þjónusta lausnir sem hjálpa vinnuveitendum að auka árangur og ánægju starfsfólks og stjórnenda. Hjá okkur starfar öflugur hópur sérfræðinga með áratuga reynslu af þróun og ráðgjöf á sviði launa- og mannauðsmála m.a. H3 launa- og mannauðskerfið og tímaskráningarkerfin Bakvörð og Vinnustund.
Við leggjum metnað í að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til allra þeirra sem nota lausnirnar okkar.
Teymið
Í ráðgjafateymi mannauðslausna eru sérfræðingar sem hafa starfað sem launafulltrúar og mannauðsstjórar og hafa mikla reynslu af verkefnum tengdum launavinnslum, verkbókhaldi, ráðningum, jafnlaunavottunum og öðrum mannauðstengdum málum
Starfssvið
Starfið felur í sér ráðgjöf og þjónustu við launafulltrúa og mannauðsfólk, innleiðingu á launa- og mannauðskerfum og umbótaverkefnum hjá viðskiptavinum. Auk þess að sinna tilfallandi verkefnum tengdum launavinnslu fyrir viðskiptavini Advania.
Almennar hæfniskröfur
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Nákvæm og öguð vinnubrögð
- Góð almenn tölvukunnátta
Þekking og reynsla
- Reynsla af launavinnslu er skilyrði
- Reynsla af H3 er kostur
- Reynsla af Bakverði er kostur
- Góð greiningarhæfni
- Góð færni í Excel
Ef þú hefur áhuga á starfinu en uppfyllir ekki allar kröfur þá hvetjum við þig samt sem áður til þess að sækja um, þú gætir einmitt verið einstaklingurinn sem við leitum að í þetta eða annað starf.