Dalvíkurbyggð
Dalvíkurbyggð er sveitarfélag við utan verðan Eyjafjörð með metnaðarfulla framtíðarsýn og öflugu atvinnu- og menningarlífi. Umhverfið er öruggt og sérlega fjölskylduvænt með grunn- og leikskólum sem leggja meðal annars áherslu á virðingu og vellíðan Náttúrufegurð er mikil og aðstaða til íþróttaiðkunar og hvers kyns útivistar er framúrskarandi.
Nánari upplýsingar má finna á www.dalvikurbyggd.is
SÉRFRÆÐINGUR Í MANNAUÐS- OG KJARAMÁLUM
Dalvíkurbyggð leitar að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf sérfræðings í mannauðs- og kjaramálum á fjármála- og stjórnsýslusviði. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. Um nýtt starf er að ræða sem verður hluti af mannauðsteymi sveitarfélagsins.
Starfshlutfall er 100%. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnur að jákvæðri vinnustaðamenningu með stjórnendum og samheldni á milli vinnustaða.
- Viðheldur leiðbeiningum til stjórnenda um mannauðstengd mál ásamt upplýsingum til starfsfólks.
- Umsjón með viðhorfskönnunum meðal starfsfólks.
- Kemur að vinnu við Jafnlaunavottun og launaáætlun.
- Ráðgjöf og aðstoð til stjórnenda í tengslum við ráðningar og úrvinnslu gagna.
- Kemur að launavinnslu og framkvæmd kjarasamninga ásamt mannauðs- og launafulltrúa.
- Fylgir eftir skráningum í Vinnustund.
- Fylgir eftir skráningu og varðveislu starfsmannagagna.
- Á sæti í starfs- og kjaranefnd.
- Þátttaka í ýmsum verkefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi er skilyrði. Nám á sviði mannauðsmála, vinnusálfræði og/eða sambærilegt er kostur.
- Góð þekking og haldbær reynsla af mannauðsmálum, launavinnslu og sambærilegum störfum.
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, er kostur.
- Góð alhliða tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni skilyrði, s.s. Excel.
- Þekking og reynsla af Dynamics 365 Business Central (Navision) og Vinnustund er æskilegt.
- Áhugi á velferð starfsfólks.
- Hæfni til að greina gögn og upplýsingar.
- Gott vald á íslensku og færni til að sjá sig í ræðu og riti.
- Skipulagshæfileikar, nákvæm vinnubrögð og árverkni.
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar og þjónustulund.
- Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
- Metnaður til árangurs og jákvæðni.
Advertisement published3. February 2025
Application deadline17. February 2025
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
Location
Dalvík , 620 Dalvík
Type of work
Skills
Tech-savvyProactivePositivityPayroll processingHuman resourcesHuman relationsAmbitionMicrosoft Dynamics 365 Business CentralMicrosoft ExcelPublic administrationIndependencePlanningMeticulousnessCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (2)