Stjórnsýsla Mosfellsbæjar
Stjórnsýsla Mosfellsbæjar
Stjórnsýsla Mosfellsbæjar

Ráðgjafi í barnavernd

Velferðarsvið Mosfellsbæjar leitar að metnaðarfullum ráðgjafa í barnavernd

Helstu verkefni eru meðferð og vinnsla barnaverndarmála og eftirfylgd þeirra auk þess að ganga bakvaktir í málum er varða barnavernd. Áhersla er á gott samstarf við lykil samstarfsaðila barnaverndar og að viðkomandi vinni að nýjungum og uppbyggingu í metnaðarfullu barnaverndarstarfi í Mosfellsbæ. Ráðgjafi í barnavernd tekur þátt í starfi í þágu farsældar barna, sem málstjóri farsældar þegar það á við, sem og starfar að aðgerðaráætlun Mosfellsbæjar Börnin okkar.

Ráðgjafi sinnir bakvöktum í barnavernd.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér alla almenna vinnslu barnaverndarmála, svo sem könnun og utanumhald um meðferð máls, fósturmál, vistanir, bakvaktir og fleira.

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi við barnavernd er skilyrði. Starfsréttindi eða meistarapróf í félagsráðgjöf er kostur umfram aðra háskólamenntun

Þekking á og reynsla af starfi við barnavernd er skilyrði

Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði, samviskusemi og nákvæmni í vinnubrögðum er skilyrði

Geta til að vinna undir álagi er skilyrði

Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku er skilyrði

Advertisement published30. June 2025
Application deadline14. July 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Þverholt 2, 270 Mosfellsbær
Type of work
Professions
Job Tags