
Óskum eftir móttökuritara
Starfið felst í almennri móttöku á Læknastofum Akureyrar sem og símsvörun. Einnig falla undir þetta ýmis tilfallandi störf. Um er að ræða hlutastarf 70-80%. Laun samkvæmt gildandi kjarasamning.
Leitað er af einstaklingi sem hefur skipulagshæfileika, jákvæðni að leiðarljósi og hefur gaman af fjölbreyttum verkefnum. Við bjóðum upp á hlýlegt og samstillt vinnu umhverfi, þar sem allir leggja sitt af mörkum til að skapa góða upplifun fyrir þá sem leita til okkar og hjá okkur starfa.
Nánari upplýsingar um starfið má fá hjá Ingu Berglindi með því að senda póst á netfangið [email protected]
Viðkomandi þarf að búa yfir góðri þjónustulund, vera vinnusamur, kurteis, snyrtilegur og vandvirkur. Einnig þarf viðkomandi að hafa gott vald á íslensku máli og getað tjáð sig á ensku.
Starfið krefst hæfni og lipurðar í samskiptum, trúmennsku og nákvæmni í vinnubrögðum.
Um er að ræða framtíðarstarf og um dagvinnu er að ræða.
Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg.













