Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Spennandi starf á heimili fatlaðs fólks

Velferðarsvið Kópavogs óskar eftir starfsfólki, 18 ára eða eldri, til starfa á heimili fatlaðs fólks í Kópavogi. Um er að ræða 30%-40% hlutastarf í helgarvinnu aðra hvora helgi og kvöldvaktir. Markmið þjónustu við fatlað fólk hjá Kópavogsbæ er að veita persónulegan stuðning og einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu sem skal tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra íbúa bæjarins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Einstaklingsmiðaður, persónulegur stuðningur við þjónustunotendur í daglegu lífi, jafnt innan sem utan heimilis.
  • Almenn heimilisstörf.
  • Vera þjónustunotendum góð fyrirmynd.
  • Stuðla að samfélagsþátttöku og auknu sjálfstæði þjónustunotenda.
  • Starfið getur verið líkamlega krefjandi

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Tveggja ára nám á framhaldsskólastigi og/eða reynsla sem nýtist í starfi æskilegt.
  • Bílpróf og góð íslenskukunnátta.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Jákvætt viðhorf.
  • Framtaksemi og frumkvæði í starfi.
  • Hæfni til að starfa undir álagi.
  • Hæfileikar til að aðlagast breyttum aðstæðum og tileinka sér nýjar nálganir.
Fríðindi í starfi
  • Frítt er í sundlaugar Kópavogsbæjar fyrir starfsmenn bæjarins.
  • Spennandi starf með skemmtilegu fólki.
Advertisement published9. September 2025
Application deadline23. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Austurkór 3b, 203 Kópavogur
Type of work
Suitable for
Professions
Job Tags