Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Almennur starfsmaður á Þjónustumiðstöð

Þjónustumiðstöð Kópavogs hefur umsjón með flestum verkefnum sem tengd eru framkvæmdum á bæjarlandi. Innan þjónustumiðstöðvar eru verkefni sem tengjast snjómokstri, garðyrkju, gatnaviðhaldi, fráveitu, sorphirðumálum ásamt annarri þjónustu við íbúa, fyrirtæki og stofnanir.

Þjónustumiðstöð Kópavogs leitar nú að almennum starfsmanni í útideild.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna við gatnakerfi bæjarins, göngustíga og annað bæjarland
  • Hálkuvarnir á tröppum og göngustígum
  • Þjónusta bæjarstofnanir, skóla og leikskóla eftir þörfum
  • Almenn hreinsun bæjarlands
  • Aðstoð við viðburði innan bæjarlands
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Umsækjendur skulu vera 30 ára eða eldri
  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
  • Ökuréttindi á beinskiptabifreið skilyrði
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Stundvísi, vinnusemi og samviskusemi
  • Góð samstarfshæfni og þjónustulun
Fríðindi í starfi
  • Starfsmenn Kópavogsbæjar fá frítt í sund.
Advertisement published26. August 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags