

Óska eftir skemmtilegri aðstoðarkonu
Aðeins er óskað eftir kvk aðstoðarfólki.
Ég er leita að skemmtilegri og áreiðanlegri NPA aðstoðarkonu á aldrinum 23 – 45ára, til að aðstoða mig við það sem ég vil og þarf að gera í mínu daglega lífi. Sjálf er ég 35 ára og er hjólastólanotandi. Bý í 103 Reykjavík.
Um er að ræða fullt starf.
Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf fatlaðra einstaklinga, þar sem áhersla er lögð á virðingu, samvinnu og jákvæð samskipti.
Aðstoðarkonan þarf m.a. að geta keyrt bílinn minn, aðstoðað við heimilishald, elda, þrífa og innkaup.
Sem aðstoðarkona aðstoðar þú mig í daglegu lífi og hjálpar mér að viðhalda sjálfstæði og virkni í daglegum verkefnum.
Hæfniskröfur:
- íslensku kunnátta (mikilvægt).
- Stundvísi
- Gilt bílpróf (mikilvægt)
- Hreint sakavottorð
- Reyklaus
- Líkamlega sterk
Laun eru samkvæmt sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar. Nánari upplýsingar um NPA má finna á www.npa.is
Icelandic


















