

Öflugur teymisstjóri óskast
Vesturmiðstöð leitar að framsýnum og metnaðarfullum leiðtoga í neyðarskýli fyrir unga karlmenn sem hafa átt við langvarandi heimilisleysi að stríða. Um er að ræða ráðningu í eitt ár í 100% starfshlutfalli með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
Hlutverk neyðarskýlisins er að veita yngri hóp heimilislausra karlmanna með miklar og flóknar þjónustuþarfir tímabundið skjól og viðeigandi aðstoð. Unnið er samkvæmt stefnu Reykjavíkurborgar í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Markmið þjónustunnar er að mæta þörfum dvalargesta á heildrænan og einstaklingsmiðaðan hátt. Hugmyndafræði skaðaminnkunar skal vera höfð að leiðarljósi í þjónustu við gesti neyðarskýla Reykjavíkurborgar.
Vinnutími teymisstjóra skiptis í 50% fagvinnu og 50% vaktir. Fagvinna á sér stað á dagvinnutíma og vaktir eru dag-, kvöld- og helgarvaktir.
- Umsjón með daglegri þjónustu við gesti í samráði við forstöðumann.
- Yfirsýn með verklagi og ábyrgð á útdeilingu verkefna til starfsmanna.
- Leiðir þverfaglegt samstarf innan sem utan Reykjavíkurborgar varðandi einstaklingsbundin mál gesta.
- Þátttaka í þróunar- og umbótavinnu innan málaflokks heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir.
- Vinnur með gestum og starfsfólki út frá skaðaminnkandi hugmyndafræði og áfallamiðaðri nálgun.
- Tryggir að framkvæmd þjónustunnar sé í samræmi við lög, reglur, stefnur og markmið velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
- Háskólamenntun á sviði félags-, heilbrigðis- og/eða menntavísinda. Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg.
- Reynsla af starfi með jaðarsettum einstaklingum.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Þekking og reynsla á skaðaminnkandi nálgun, notendasamráði og áfallamiðaðri nálgun.
- Umburðarlyndi, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Íslenskukunnátta B2 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma).
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
- Stytting vinnuvikunnar
- Samgöngu- og heilsuræktarstyrkir
- Sund- og menningarkort



































