Eir hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili

4. eða 5. árs læknanemi - Eir endurhæfing

Auglýsum eftir læknanema sem em lokið hefur að lágmarki 4. ári í námi til að aðstoða sérfræðilækna á Eir endurhæfingu. Deildin er fjölbreytt og skemmtileg og sinnir í samstarfi við Landspítala öldrunarendurhæfingu sem framhaldsmeðferð eftir bráð veikindi eða brot. Deildin er með frábæran meðferðarárangur og þar starfar öflugt teymi starfsmanna ásamt þverfaglegu teymi lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkra- og iðjuþjálfara og félagsráðgjafa.

Um dagvinnustarf er að ræða en möguleiki er á að taka hjúkrunarvaktir utan dagvinnu og vera þá í vaktavinnu á móti sem getur aukið tekjuöflunarmöguleika.

Frábært starf fyrir þá sem vilja kynnast öflugu endurhæfingarteymi í öldrun. Hjá okkur starfa tveir sérfræðilæknar í öldrunarlækningum og einn sérfræðingur í heimilislækningum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Virk þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu undir leiðsögn sérfræðilæknis
  • Almenn læknisstörf á deild undir leiðsögn sérfærðings
  • Vinna við útskriftir og samskipti vegna sjúklinga
  • Gerð beiðna og læknabréfa
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Að hafa lokið 4. ári í læknisfræði eða meira
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Reynsla af Sögu sjúkraskráningarkerfi er kostur
  • Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og góða samskiptafærni
  • Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
Advertisement published20. February 2025
Application deadline18. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Type of work
Suitable for
Professions
Job Tags