

Spennandi sumarstarf í viðbragðsteymi
Hefur þú brennandi áhuga á að vinna með fólki við fjölbreyttar aðstæður? Þá erum við að leita af þér.
Norðurmiðstöð óskar eftir starfsfólki til starfa í viðbragðsteymi heimaþjónustu. Um er að ræða sumarafleysingu í dagvinnu með sveigjanlegum vinnutíma. Starfshlutfall getur verið 40-80%, eða eftir samkomulagi.
Áhersla er lögð á að veita persónumiðaða og sveigjanlega þjónustu sem stuðlar að auknu sjálfstæði og virkri samfélagsþátttöku. Í teyminu starfar þéttur og samheldinn starfsmannahópur og tökum við vel á móti nýju starfsfólki.
Starfið býður upp á fjölbreyttar áskoranir. Unnið er á heimilum notenda þar sem mikil þörf er á aðstoð og geta notendur átt við geðræn veikindi og/eða fíknivanda að stríða. Mikilvægt er að viðkomandi treysti sér í að sinna verkefnum inni á heimilum við krefjandi aðstæður.
Í Norðurmiðstöð er veitt fjölbreytt þjónusta á sviði velferðar-. skóla- og frístundamála fyrir Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
- Aðstoða notendur við tiltekt, þrif og/eða skipulagningu á heimilum þar sem veruleg þörf er á og áður en almenn félagsleg heimaþjónusta getur hafist.
- Veita félagslegan stuðning og hvatningu er varðar umhirðu heimilis og/eða persónulega umhirðu, ásamt því að styðja notendur við að þiggja almenna félagsþjónustu.
- Samskipti við miðstöðvar og/eða aðra þá sem koma að málum notenda.
- Góð almenn menntun
- Íslenskukunnátta á stigi B1-C1, samkvæmt samevrópska matskvarðanum
- Gilt ökuleyfi
- 20 ára aldurstakmark
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
- Umburðarlyndi og virðing fyrir manneskjunni í hvaða aðstæðum sem er
- Jákvæðni, sveigjanleiki og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Dugnaður og gott verkvit
- Hæfni til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi
- Reynsla af krefjandi verkefnum í félagslegri heimaþjónustu eða umönnun kostur
- Reynsla af vinnu með fólki í fíknivanda kostur
- Aðgangur að mötuneyti
- 36 stunda vinnuvika



































