Hreyfing
Hreyfing
Hreyfing

Móttökustjóri

Hreyfing Heilsulind leitar að skipulögðum og hressum einstaklingi til þess að hafa yfirumsjón með móttöku.

Móttökustjóri starfar í móttöku og er fyrirmynd og leiðtogi framlínu. Viðkomandi hvetur og drífur starfsfólk áfram og heldur uppi góðum liðsanda. Móttökustjóri ber ábyrgð á því að allt gangi eins og vel smurð vél, þjónusta sé ávallt fyrsta flokks.


Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Yfirumsjón með móttöku, ábyrgð á pöntunum á hráefni og söluvörum.
  • Ber ábyrgð á því að vaktir í móttöku séu fullmannaðar.
  • Sér um þjálfun starfsfólks og tryggir að allir vinni saman að sameiginlegum markmiðum.
  • Tryggir að starfsfólk fylgi reglum og gildum móttöku.
  • Viðheldur góðum liðsanda og hvetur til árangurs.
  • Hefur frumkvæði að umbótum og leitar leiða til að bæta árangur og efla teymið.
  • Gæti þess að ólokin mál dagsins séu leyst eða sett í réttan farveg.


Hæfniskröfur:

  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Rík þjónustulund og framúrskarandi samskiptahæfileikar.
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Geta til að vinna undir álagi og pressu.
  • Nákvæmni og samviskusemi og rík ábyrgðartilfinning.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.


Hreyfing er staðsett í Glæsibæ og þar er boðið upp á allt það besta sem völ er á á líkamsræktarstöðvum í dag.
Í Hreyfingu er boðið upp á mikið af spennandi nýjungum sem tengjast almennri líkamsrækt og vellíðan. Þar er boðið upp á allt það nýjasta og besta hverju sinni í líkamsrækt ásamt fyrsta flokks snyrti-, nudd og spameðferðum. Hreyfing er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig þegar kemur að heilsurækt.


Umsóknarfrestur er til og með 27. október n.k.

Við hvetjum öll áhugasöm, óháð kyni og uppruna, til að sækja um.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsjón með starfinu hafa Garðar Ó. Ágústsson (gardar@vinnvinn.is) og Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is).

Fríðindi í starfi

Ýmis fríðindi

Advertisement published18. October 2024
Application deadline27. October 2024
Language skills
IcelandicIcelandicExpert
Location
Álfheimar 74, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.LeadershipPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.Non smokerPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.SalesPathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.Customer service
Work environment
Professions
Job Tags