Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Forstöðumaður Raunvísindastofnunar HÍ

Raunvísindastofnun Háskóla Íslands auglýsir laust fullt starf forstöðumanns. Markmið starfs forstöðumanns er að tryggja að stofnunin sé leiðandi á sérsviði sínu og starf hennar falli að lögum og reglum, stefnu og gildum Háskóla Íslands. Forstöðumaður er ábyrgur gagnvart stjórn Raunvísindastofnunar- og forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs í starfi sínu.

Raunvísindastofnun er vettvangur grunnrannsókna á sviðum raun og jarðvísinda og starfar í alþjóðlegu vísindaumhverfi. Hlutverk hennar er einkum að afla nýrrar þekkingar með grunn- og nytjarannsóknum á sviðum raun- og jarðvísinda, starfa með innlendum og erlendum háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum, efla kennslu og veita nemendum í rannsóknanámi aðgang og aðstöðu. Stofnunin er hluti af Raunvísinda- og Jarðvísinda­deildum og heyrir undir Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um hlutverk og skipulag er að finna í reglum Raunvísindastofnunar: https://www.hi.is/haskolinn/reglur_nr_685_2011

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á daglegum rekstri stofnunarinnar, þ.m.t. fjármálum og mannauðsmálum stofnunarinnar
  • Gerð fjárhags- og starfsáætlana stofnunarinnar
  • Styðja við stefnumótun og þróunarvinnu í samræmi við stefnu og markmið stofnunarinnar
  • Eftirlit með fjármálum rannsóknaverkefna
  • Stuðningur við rekstur rannsóknarverkefna
  • Ábyrgð á kynningarefni og heimasíðu stofnunarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er æskileg
  • Reynsla af rekstri og fjárhagsáætlanagerð
  • Þekking á fjárhagsupplýsingakerfum
  • Reynsla af stjórnun og stefnumótun
  • Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Leiðtogahæfni og frumkvæði
  • Þekking á akademísku og rannsóknarmiðuðu umhverfi er æskileg
  • Góð færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti 
Advertisement published18. October 2024
Application deadline11. November 2024
Language skills
EnglishEnglishVery good
IcelandicIcelandicVery good
Location
Dunhagi 3, 107 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags