
Icelandia
Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun.
Undir vörumerki Icelandia starfa:
Activity Iceland,
Almenningsvagnar Kynnisferða
Bílaleiga Kynnisferða – Enterprise Rent-A-Car
Dive.is
Flybus
Garðaklettur
Hópbifreiðar Kynnisferða
Icelandic Mountain Guides
Reykjavik Excursions
Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.
Activity Iceland hefur boðið upp á sérferðir á breyttum bílum og lúxusferðir.
Almenningsvagnar Kynnisferða eiga 58 strætisvagna og sjá um viðhald og rekstur þeirra. Félagið sinnir akstri á 11 leiðum fyrir Strætó bs á höfuðborgarsvæðinu.
Enterprise Rent-A-Car er stærsta bílaleiga í heimi og starfar hér á landi undir vörumerki Icelandia. Félagið er með um 1.000 bíla í rekstri í langtíma- og skammtímaleigu.
Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að vera fimm stjörnu PADI köfunarskóli.
Flybus býður upp á akstur á milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Garðaklettur á og sér um viðhald og rekstur á dráttarbílum ásamt því að sinna vörubílaakstri.
Hópbifreiðar Kynnisferða heldur utan um rekstur hópbifreiða af öllum stærðum.
Icelandic Mountain Guides hafa verið í fararbroddi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á sviði afþreyingar, göngu- og fjallaferðum og bjóða meðal annars upp á fjórhjólaferðir, jöklaferðir og styttri og lengri gönguferðir.
Reykjavik Excursions er eitt elsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og býður upp á dagsferðir í Bláa Lónið, Gullna hringinn, Jökulsárlón, norðurljósa ferðir og margt fleira.
Icelandia leitar að áhugasömu starfsfólki sem nýtir þekkingu og reynslu í daglegum störfum í jákvæðu starfsumhverfi.
Fyrirtækið er ISO 14001 vottað og er það markmið okkar að nálgast náttúruna með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Móttaka og þjónusta á Litlu kaffistofunni
Icelandia leitar að þjónustuliprum og áreiðanlegum starfsmanni til að sinna fjölbreyttum verkefnum í Litlu kaffistofunni sem er hluti af upplifun gesta okkar í norðurljósaferðum. Starfið felur í sér bæði þjónustu við gesti og umsjón með kaffistofu og útisvæði. Starfið er fjölbreytt og krefst bæði samskiptahæfni og góðs skipulags. Vinnutími er frá 20:00 til 01:00.
Þú munt taka á móti gestum, skapa hlýlegt og faglegt andrúmsloft og tryggja að upplifun þeirra verði sem allra best!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Taka á móti gestum í kaffistofu og veita góða þjónustu.
- Selja snarl, drykki og vín.
- Hella upp á kaffi/kakó og skipta um bjórkúta.
- Fylla á hillur og kæli með drykkjum og snarli.
- Veita fræðslu um norðurljós og miðla rauntíma upplýsingum um veður og skilyrði.
- Gæta þess að kaffistofa og útisvæði séu snyrtileg.
- Þrífa húsnæði og klósett eftir lokun og ganga frá fyrir næsta dag.
- Sinna öðrum tilfallandi verkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af þjónustu eða afgreiðslu.
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
- Góð færni í ensku er skilyrði.
- Grunnþekking á norðurljósum og veðurspám og geta til að miðla upplýsingum á skýran hátt.
- Geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði.
- Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum.
- Gild ökuréttindi.
- Aldurstakmark: 20 ára og eldri.
Advertisement published2. January 2026
Application deadline12. January 2026
Language skills
EnglishRequired
IcelandicOptional
Location
Litla kaffistofan
Type of work
Skills
ProactiveHuman relationsPrecisionIndependenceCustomer serviceCleaning
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Framlínustarf í Hvammsvík / Fullt starf
Hvammsvík Sjóböð ehf

Mötuneyti - Leikskóli í Hafnarfirði
Matarstund

Sumarstarf 2026 - Ökuleiðsögumaður/Prívat Lúxus ferðir
Deluxe Iceland

🥤 KFC í Sundagörðum 🍗
KFC

Vaktstjóri í sal
Spíran

Ferðaskipuleggjandi
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar - GJ Travel

Mandarin Speaking Sales Associate
66°North

Samlokumeistari Subway
Subway

Afgreiðsla í Smáralind
Hjá Höllu

Fabrikkan- Vaktstjóri í sal
Hamborgarafabrikkan

Vaktstjóri í sal í 100% starf - La Trattoria, Smáralind
La Trattoria

Lux veitingar óskar eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstakling í mötuneyti
Lux veitingar