Meiraprófsbílstjóri - Reykjavíkurflugvöllur
Skeljungur óskar eftir að ráða meiraprófsbílstjóra til starfa við dreifingu eldsneytis á Reykjavíkurflugvelli auk annarra tilfallandi verkefna hjá Dreifingunni á Höfuðborgarsvæðinu.
Skeljugur sér um dreifingu, innkaup og heildsölu á eldsneyti, smurolíu, hreinsi- og efnavörum, áburði sem og öðrum vörum og þjónustuþáttum til fyrirtækja og bænda. Þjónusta og sala til stórnotenda, til útgerða, í flug og verktöku er einnig hluti af starfseminni.
Hjá Skeljungi starfar fjölbreyttur hópur fólks á öllum aldri. Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind Skeljungs. Við berum hag starfsmanna fyrir brjósti og viljum vera í fremstu röð hvað varðar réttindi þeirra, öryggi og starfsumhverfi. Í okkar daglega starfi vinnum við eftir kjarnagildunum okkar, við erum jákvæð, við erum tilbúin í breytingar og við erum metnaðarfull.
- Akstur olíubíls innan flugvallarsvæðis
- Dæling eldsneytis á flugvélar
- Daglegu umsjón á svæðinu
- Meirapróf C er skilyrði
- Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
- Reynsla af akstri stórra
- Góð íslenskukunnátta æskileg
- Samviskusemi og stundvísi
- Reglusemi og snyrtimennska