Skólar Þingeyjarsveitar
Skólar Þingeyjarsveitar

Matráður í mötuneyti í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði

Laus er 80-100% staða matráðar í mötuneyti Stórutjarnaskóla.

Stórutjarnaskóli stendur í Ljósavatnsskarði og er samrekinn leik- grunn- og tónlistarskóli með um 45 nemendur frá eins árs til 16 ára aldurs. Öll starfsemi skólans er í sama húsnæði. Skólinn er Grænfánaskóli og Heilsueflandiskóli og er að innleiða teymiskennslu. Lögð er áhersla á að búa nemendum og starfsfólki fjölbreytt leik- náms- og starfsumhverfi sem eflir alhliða heilsu og þroska. Mikið samstarf er milli námshópa innan skólans og er skólinn í góðu samstarfi við nágrannaskóla sína og samfélagið í sveitinni.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Birna Davíðsdóttir, skólastjóri Stórutjarnaskóla, í gegnum tölvupóst [email protected] og í síma 8483547

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

·       hefur yfirumsjón með starfsemi í eldhúsi og annast almenn eldhússtörf

·       annast matseld í samræmi við ráðleggingar landlæknis um mataræði barna í leik- og grunnskólum

·       er í samstarfi við matráða Þingeyjarskóla og Reykjahlíðarskóla varðandi magninnkaup og uppsetningu matseðla

·       annast frágang og geymslu matvæla

·       annast tilfallandi önnur störf s.s. í tengslum við fundi, aðrar samkomur og uppbrotsdaga

Menntunar- og hæfniskröfur

·       matartækninám

·       þarf að hafa góða samskiptahæfni og kappkosta að sýna nemendum og samstarfsfólki virðingu í hvívetna

·       þekking/reynsla af daglegum rekstri mötuneytis

·       þekking/reynsla af næringarfræði, sérfæði, gæðum og fjölbreytileika matar er nauðsynleg

Advertisement published13. August 2025
Application deadline27. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Stórutjarnaskóli 153460, 641 Húsavík
Type of work
Professions
Job Tags