

Matreiðslumaður í skólamötuneyti
Matreiðslumaður í skólamötuneyti
Í Salaskóla eru um 500 nemendur og 100 starfsmenn. Í skólanum er góður andi og gott starfsumhverfi. Skólinn býr yfir góðu mötuneytiseldhúsi og áhersla lögð á að elda hollan og góðan mat fyrir nemendur og starfsfólk. Skólinn er heilsueflandi grunnskóli og vinnur samkvæmt leiðbeiningum og gátlistum tengt verkefninu.
Við leitum að áhugasömum matreiðslumanni til að sjá um mötuneyti skólans fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Um er að ræða 100% starf, ráðning er tímabundin vegna leyfis matreiðslumeistara. Ráðning þarf að vera sem fyrst, og helst eigi síðar en um eða uppúr miðjum ágúst.
Í mötuneyti skólans starfar matreiðlumaður ásamt tveimur matráðum og er matreiðslumaður leiðtogi hópsins og sér um verkstjórn. Helstu verkefni eru að sjá um eldamennsku, gerð matseðla, innkaup, pantanir og samskipti við birgja, uppáskrift reikninga og daglegan rekstur. Auk þess sér mötuneyti um ávaxtastund og hafragraut að morgni og síðdegishressingu fyrir frístund eftir hádegi. Mikil samskipti og samstarf er við annað starfsfólk skólans sem m.a. aðstoðar á álagstímum í mötuneyti og matsal.
Matseðlar og eldamennsla taka mið af lýðheilsumarkmiðum ásamt valkosti í hvert mál fyrir grænkera og sérfæði vegna ofnæmis og/eða sjúkdóma.
Hæfniskröfur
- matreiðslumeistari eða að lágmarki sveinspróf í matreiðslu
- reynsla af starfi í stóreldhúsi æskileg
- hæfni og geta til að sjá um mötuneyti fyrir um 600 manns
- áhugi á fjölbreyttri og hollri matargerð
- frumkvæði og metnaður í starfi
- snyrtimennska og sjálfstæði í vinnubrögðum
- lipurð og færni í samskiptum og rík þjónustulund
- skipulagshæfileikar, stundvísi, þolinmæði og umburðarlyndi
- reynsla og áhugi á að starfa með börnum
- geta til að eiga samskipti við nemendur og samstarfsfólk á íslensku
Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2025.
Upplýsingar gefur Kristín Sigurðardóttir skólastjóri í síma 441-3200/840-2393.
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.












