
MARS MEDIA
Miklu meira en bara stafræn markaðsstofa!
MARS MEDIA aðstoðar fyrirtæki við birtingar á innlendum og erlendum miðlum, markaðsráðgjöf og efnissköpun í allri sinni mynd. Grafísk hönnun, hreyfihönnun, ljósmyndun, myndbandagerð og fleira.
Við leggjum mikinn metnað og vinnu í að þjónusta okkar viðskiptavini, vera skrefinu á undan og leyfa framkvæmdargleði okkar að skína - enda orðspor MARS MEDIA fyrir frábæra þjónustulund og góð samskipti orðið þekkt.
MARS MEDIA hefur unnið með fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum, bæði hérlendis og erlendis síðan 2019.
Starfsfólk okkar skiptir okkur miklu máli og við leggjum mikinn metnað í að öllum líði vel í vinnunni. Við leggjum mikið upp úr því að hafa góða vinnuaðstöðu og sér sjúkraþjálfari á okkar vegum til þess að vinnuaðstaðan þín sé til fyrirmyndar og gefur góð ráð varðandi líkamsstöðu.
Við skiljum mikilvægi þess að eiga gott samspil milli fjölskyldu og vinnu og reynum við því að hafa sveigjanleika í fyrirrúmi.

Markaðssnillingur - Birtingastjóri á stafrænum miðlum
Langar þig að fara til MARS?
Við leitum að hressum og öflugum einstakling sem brennur fyrir birtingum, gögnum, greiningum og ekki síst frábærum samskiptum og þjónustulund.
Við vinnum með fjölbreyttum hópi viðskiptavina, mótum markaðsherferðir sem virka og fögnum árangri saman – alltaf með bros á vör og smá húmor í pokahorninu.
Ef þú elskar stafræna markaðssetningu, nýtur þess að vinna með fólki og langar að vinna á stað þar sem hugmyndir fá að blómstra – þá er MARS staðurinn fyrir þig!
Við erum MARS – lifandi og skapandi markaðsstofa með fókus á framúrskarandi þjónustu!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun viðskiptasambanda.
- Uppsetning og umsjón herferða á META og Google.
- Almenn umsjón samfélagsmiðla fyrir viðskiptavini.
- Gerð birtingaáætlana.
- Markhópagreining.
- Hugmyndavinna og textagerð.
- Árangursskýrslur og endurgjöf.
- Verðmætasköpun.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Að minnsta kosti 2+ ára reynsla af sambærilegu starfi.
- Mjög góð kunnátta á META Ads Manager skilyrði.
- Kunnátta á Google Ads skilyrði.
- GA4 kunnátta.
- Frábær þjónustulund og góð mannleg samskipti.
-
Skipulagshæfileikar og drifkraftur.
- Jákvæðni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð - Við höfum gaman af því að láta hlutina gerast og fá að blómstra.
- Framúrskarandi vald á íslensku í töluðu og rituðu máli.
Fríðindi í starfi
- 7 tíma vinnudagur.
- Niðurgreiddur hádegismatur.
- Frí á afmælisdaginn sinn - Þetta er þinn dagur 🥳
- Íþróttastyrkur.
- Sveigjanlegur vinnutími.
- Frábær vinnuaðstaða.
- Möguleiki á vöxt og þróun í starfi innan MARS.
Kostir
- Hefur reynslu á að vinna með gervigreind.
- Við elskum metnaðafulla einstaklinga sem koma stjórnendum á óvart með skemmtilegum hugmyndum!
- Er skemmtilegur 😀
- Vill fljúga til MARS einn daginn 🚀
Advertisement published24. April 2025
Application deadline5. May 2025
Language skills

Required

Required
Location
Bæjarhraun 8, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
AdvertisingEmail marketingFacebookQuick learnerProactiveGoogleGoogle AnalyticsClean criminal recordInstagramSearch Engine Optimization (SEO)MailchimpOnline marketingIndependenceDefinition of target groupsFlexibilityContent writing
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (10)

Hljómahöll - Markaðs- og kynningarfulltrúi
Reykjanesbær

Marketing Activation Lead (part time)
Flügger Litir

Video Content Creator - Hlutastarf
MARS MEDIA

UGC myndbandagerð - snöggur peningur
KOKO vörur slf.

Upplýsingafulltrúi hjá Akraneskaupstað
Akraneskaupstaður

Markaðsfulltrúi - Tímabundið starf
Heimilistæki ehf

Markaðsstjóri Breiðabliks
Breiðablik

Sérfræðingur í stafrænni miðlun og textagerð
Icelandair

Skapandi markaðsfulltrúi
Vogue

Söluráðgjafi Tannheilsu
Icepharma