

Video Content Creator - Hlutastarf
Langar þig að fara til MARS?
Við leitum að hressum og öflugum efnissmið (e. content creator) sem brennur fyrir því að búa til frábær myndbönd fyrir TikTok, Instagram og YouTube Shorts.
Ef þú ert með puttann á púlsinum þegar kemur að samfélagsmiðlatrendum og ert alltaf með nýjar hugmyndir á flugi – þá ertu kannski næsti Marsbúinn okkar!
Hjá MARS er sköpunargleði í fyrirrúmi. Við viljum láta efni lifna við, vekja athygli, skapa stemmingu og gleði á samfélagsmiðlum viðskiptavina okkar. Þú munt fá tækifæri til að taka hugmyndir og gera þær að veruleika.
Við erum MARS – lifandi og skapandi markaðsstofa með fókus á framúrskarandi þjónustu!
Um ræðir hlutastarf með möguleika á fullu starfi.
-
Búa til skemmtileg, lifandi og grípandi myndbönd fyrir TikTok, Instagram Reels og YouTube shorts.
-
Hugsa út fyrir boxið og koma með frumlegar hugmyndir að efni sem nær til fólks.
-
Klippa og setja saman myndbönd.
-
Fylgjast með trendum á samfélagsmiðlum og vera alltaf klár að framkvæma.
-
Taka þátt í hugmyndavinnu og vinna með teymi sem elskar að skapa!
- Þú hefur reynslu af efnissköpun fyrir samfélagsmiðla – sérstaklega TikTok og Instagram Reels. Hvort sem þú hefur unnið fyrir fyrirtæki, tekið að þér verkefni eða bara gert frábært efni fyrir eigin samfélagsmiðil.
- Myndbandsklipping – þú kannt á öpp/forrit eins og CapCut, Davinci, Premiere Pro eða sambærilegt.
- Augu fyrir trendum – þú ert alltaf með puttann á púlsinum á því sem er að gerast á samfélagsmiðlum og veist hvað virkar núna.
- Frumkvæði og hugmyndaflug – þú ert alltaf með nýjar hugmyndir í hausnum og ert ekki hrædd/ur við að prófa og kynna nýja hluti.
- Góð samskipti og liðsheild – þú vinnur vel með öðrum, getur tekið á móti (og gefið!) uppbyggilega endurgjöf.
- Niðurgreiddur hádegismatur.
- Sveigjanlegur vinnutími.
- Frábær vinnuaðstaða.
- Möguleiki á vöxt og þróun í starfi innan MARS.
- Hefur reynslu á að vinna með gervigreind.
- Við elskum metnaðafulla einstaklinga sem koma stjórnendum á óvart með skemmtilegum hugmyndum!
- Er skemmtilegur 😀
- Vill fljúga til MARS einn daginn 🚀









