

Maintenance Planner
Icelandair óskar eftir að ráða öflugan einstakling sem hefur áhuga á fjölbreyttu og krefjandi starfi í Maintenance Planning (viðhaldsskipulagningu). Um er að ræða starf sem unnið er í dagvinnu og með starfsstöð í höfuðstöðvum Icelandair í Hafnarfirði. Viðkomandi þarf einnig að vera reiðubúinn að leysa af innan annara eininga Technical Planning & Control.
Maintenance Planning hefur yfirumsjón með skipulagningu á viðhaldi flugvéla Icelandair og sér um að undirbúa viðhaldsskoðanir og viðhaldsáætlun í samvinnu við aðrar deildir.
Maintenance Planning er eining innan Technical Planning & Control, sem samanstendur af Planning, Maintenance Control og Technical Records.
Ábyrgðarsvið:
- Undirbúningur og uppsetning á vinnupökkum fyrir viðhaldsskoðanir
- Eftirfylgni við skoðanir í samvinnu við viðhaldsaðila félagsins á Íslandi og erlendis
- Áætlanagerð og önnur tilfallandi verkefni varðandi skipulagningu á viðhaldi
- Afleysingar innan annara sviða TPC eftir þörfum
Hæfni og menntun:
- Part 66 skírteini
- Góðir skipulagshæfileikar
- Þarf að geta unnið í hóp og átt í góðum samskiptum við viðhaldsaðila
- Þekking á Maintenance Program er kostur
- Góð þekking á CAME og EASA reglugerð
- Reynsla af viðhaldi flugvéla er kostur
- Reynsla af bilanagreiningu á vélum félagsins er kostur
- Mjög góð enskukunnátta, bæði í rituðu og mæltu máli
- Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að taka sjálfstæðar ákvarðanir
- Útsjónarsemi og lausnamiðað hugafar
- Góð almenn tölvuþekking og þekking á MXI er kostur
Stefna Icelandair er að stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika á meðal starfsfólks og hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2025. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.
Nánari upplýsingar veita:
Octavio Pires, Manager Technical Planning & Control, [email protected]
Guðmundur Ómar Erlingsson, Supervisor Maintenance Planning & Technical Records, [email protected]
Gunnar Rúnar Jónsson, Supervisor Maintenance Control, [email protected]









