Sjúkratryggingar Íslands
Sjúkratryggingar Íslands

Lyfjafræðingur - umbætur og þróun í lyfjamálum

Sjúkratryggingar leita að öflugum og metnaðarfullum lyfjafræðingi til starfa á Heilbrigðistæknisviði. Starfið felur í sér greiningu og umbætur á sviði lyfjamála, þátttöku í stafrænum þróunarverkefnum og gæðastarfi, upplýsingamiðlun og ráðgjöf, auk afgreiðslu og úrlausnar umsókna um lyfjaskírteini.

Við leitum að jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund, sem er fljótur að tileinka sér nýja þekkingu, hefur góða samskiptahæfni og getur unnið bæði sjálfstætt og í teymi. Lyfjateymið stuðlar að hagkvæmri, öruggri og skynsamlegri lyfjanotkun með gagnadrifnu eftirliti, einföldun verkferla og þróun stafrænna lausna.

Sjúkratryggingar eru lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi. Hlutverk okkar er að tryggja aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu og stuðla að hagkvæmri og öruggri nýtingu fjármuna. Hjá stofnuninni starfar fjölbreyttur hópur hæfs og metnaðarfulls starfsfólks sem vinnur markvisst að umbótum og stafrænni þróun þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Afgreiðsla umsókna um lyfjaskírteini

  • Greining lyfjanotkunar og kostnaðareftirlit

  • Endurskoðun vinnureglna og tillögugerð

  • Þátttaka í stafrænum þróunarverkefnum og umbótum í lyfjamálum

  • Ráðgjöf og fræðsla til heilbrigðisstarfsfólks

  • Upplýsingamiðlun og fræðsla um regluverk og lyfjanotkun

Menntunar- og hæfniskröfur
  • MS próf í lyfjafræði og íslenskt starfsleyfi

  • Starfsreynsla í apóteki er mikill kostur

  • Þekking og reynsla af vinnslu tölfræðiupplýsinga

  • Góð almenn tölvukunnátta

  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti

  • Gott vald á ensku í ræðu og riti

  • Frumkvæði, vandvirkni og hæfni til að starfa sjálfstætt og í teymi

  • Góð samskiptahæfni, þjónustulund og jákvætt viðmót

Advertisement published11. September 2025
Application deadline22. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Designing proceduresPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.PharmacistPathCreated with Sketch.Human relations
Work environment
Professions
Job Tags