
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Auk tæplega þrettán þúsund nemenda starfa þar rúmlega sextán hundruð fastráðnir starfsmenn og yfir tvö þúsund stundakennarar og lausráðnir starfsmenn.Megin hlutverk Háskólans er að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun. Til þess að svo megi vera þarf fjölmarga ólíka starfsmenn.
Háskóli Íslands er lifandi samfélag þar sem saman koma einstaklingar með ólíkan bakgrunn en allir vinna þó að sama marki að gera Háskóla Íslands að enn öflugri menntastofnun en hún er í dag.
Markmið Háskóla Íslands er að vera í fremstu röð háskóla og að nota alþjóðlega viðurkennda mælikvarða við allt gæðamat á starfi skólans. Gerðar eru kröfur til kennara, stjórnenda og annars starfsfólks til að ná þessu markmiði.
Í könnunum sem gerðar hafa verið um starfsumhverfi Háskóla Íslands kemur í ljós að starfsánægja er mikil, starfsandi góður og starfsfólk telur sig vera í góðri aðstöðu til að þróast í starfi.

Lögfræðingur á mannauðssviði Háskóla Íslands
Laust er til umsóknar fullt starf lögfræðings á mannauðssviði Háskóla Íslands. Meginhlutverk mannauðssviðs er að stuðla að faglegum vinnubrögðum í mannauðsmálum við Háskóla Íslands.
Hlutverk lögfræðings á mannauðssviði er að tryggja að lögum, reglum og faglegum viðmiðum sé framfylgt í meðferð mannauðsmála. Lögfræðingur á mannauðssviði sinnir jafnframt samskiptum við stéttarfélög og ytri úrskurðaraðila og starfar með nefndum, ráðum og umbótahópum innan skólans.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Lögfræðileg ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og mannauðsfólk skólans
- Túlkun og eftirfylgni á lögfræðilegum álitamálum sem tengjast mannauðsmálum
- Vinna með samráðsnefnd í tengslum við kjara- og jafnlaunamál
- Vinna með nefndum, teymum og ýmsum samstarfsaðilum í tengslum við mannauðsmál
- Aðkoma að gerð og eftirfylgni samræmdra verklagsreglna á sviði mannauðsmála
- Fræðsla til stjórnenda og starfsfólks sem varðar lög og reglur einkum á sviði stjórnsýslu- og vinnuréttar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
- Þekking og/eða reynsla á sviði vinnuréttar er æskileg
- Þekking og/eða reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er æskileg
- Þekking og/eða reynsla á sviði mannauðsstjórnunar er kostur
- Frumkvæði, sveigjanleiki og lausnamiðuð hugsun
- Góð íslensku- og enskukunnátta ásamt hæfni til að miðla upplýsingum á skýran og faglegan hátt, bæði í ræðu og riti
Advertisement published2. September 2025
Application deadline12. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Mannauðsfulltrúi Sólheima ses.
Sólheimar ses

Mannauðsráðgjafi
Hafnarfjarðarbær

Lögfræðingur á sviði skatta-og lögfræðiráðgjafar
Deloitte Legal

Mannauðsráðgjafi
Bílaumboðið Askja

Mannauðsráðgjafi með áhuga á gæða- og öryggismálum
Bílaumboðið Askja

Mannauðsráðgjafi í ráðninga- og nýliðunarteymi mannauðssviðs
Háskóli Íslands

Framkvæmdastjóri mannauðs
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Deildarstjóri lögfræðideildar
Umhverfis- og skipulagssvið

Viðskiptastjóri innviða á mannvirkjasviði
Samtök iðnaðarins

Sviðsstjóri þjónustu og mannauðs
Sólar ehf

Lögfræðingur í loftslagsmálum
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Lögfræðingur/lögmaður óskast til starfa
Juvo lögmenn