Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Lögfræðingur á mannauðssviði Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf lögfræðings á mannauðssviði Háskóla Íslands. Meginhlutverk mannauðssviðs er að stuðla að faglegum vinnubrögðum í mannauðsmálum við Háskóla Íslands.

Hlutverk lögfræðings á mannauðssviði er að tryggja að lögum, reglum og faglegum viðmiðum sé framfylgt í meðferð mannauðsmála. Lögfræðingur á mannauðssviði sinnir jafnframt samskiptum við stéttarfélög og ytri úrskurðaraðila og starfar með nefndum, ráðum og umbótahópum innan skólans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Lögfræðileg ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og mannauðsfólk skólans 
  • Túlkun og eftirfylgni á lögfræðilegum álitamálum sem tengjast mannauðsmálum 
  • Vinna með samráðsnefnd í tengslum við kjara- og jafnlaunamál  
  • Vinna með nefndum, teymum og ýmsum samstarfsaðilum í tengslum við mannauðsmál 
  • Aðkoma að gerð og eftirfylgni samræmdra verklagsreglna á sviði mannauðsmála 
  • Fræðsla til stjórnenda og starfsfólks sem varðar lög og reglur einkum á sviði stjórnsýslu- og vinnuréttar  
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði 
  • Þekking og/eða reynsla á sviði vinnuréttar er æskileg 
  • Þekking og/eða reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er æskileg 
  • Þekking og/eða reynsla á sviði mannauðsstjórnunar er kostur 
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og lausnamiðuð hugsun 
  • Góð íslensku- og enskukunnátta ásamt hæfni til að miðla upplýsingum á skýran og faglegan hátt, bæði í ræðu og riti 
Advertisement published2. September 2025
Application deadline12. September 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags