Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Mannauðsráðgjafi í ráðninga- og nýliðunarteymi mannauðssviðs

Háskóli Íslands auglýsir laust starf mannauðsráðgjafa í ráðninga- og nýliðunarteymi mannauðssviðs Háskóla Íslands. Mannauðssvið mótar stefnu Háskóla Íslands í mannauðsmálum og veitir stjórnendum og öðru starfsfólki ráðgjöf og leiðbeiningar. Verkefni mannauðssviðs taka mið af stefnu Háskóla Íslands og markmið þess er að stuðla að hvetjandi starfsumhverfi sem laðar til sín metnaðarfullt fólk með fjölbreyttan bakgrunn. Í þeim tilgangi að efla Háskóla Íslands sem menntastofnun og vinnustað er eitt meginhlutverk sviðsins að tryggja fagleg vinnubrögð í mannauðsmálum. Mannauðsráðgjafinn tilheyrir teymi sérfræðinga á sviði ráðninga og nýliðunar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur við ráðningar og nýliðun
  • Ráðningar og umsýsla við atvinnu- og dvalarleyfi og móttöku erlends starfsfólks
  • Móttaka og fræðsla nýliða
  • Þróun ferla og aðferða við ráðningar, móttöku nýliða og þjónustu við erlent starfsfólk
  • Þátttaka í umbótahópum um mannauðsmál
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf með áherslu á mannauðsstjórnun, vinnusálfræði, stjórnun eða skyldar greinar
  • Reynsla af verkefnum sem tengjast mannauðsmálum er kostur
  • Reynsla af ráðningum og móttöku nýliða er kostur
  • Þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfileikar, frumkvæði, drifkraftur og metnaður til þess að ná árangri í starfi
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Advertisement published5. September 2025
Application deadline15. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ReliabilityPathCreated with Sketch.DrivePathCreated with Sketch.ProfessionalismPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Human resourcesPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.Public administrationPathCreated with Sketch.HiringPathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Content writingPathCreated with Sketch.Team workPathCreated with Sketch.Customer service
Work environment
Professions
Job Tags