Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Ljósmóðir - Heilsugæslan Árbæ

Við leitum að Ljósmóður sem hefur áhuga á fjölbreyttum, krefjandi og skemmtilegum verkefnum í starfi sem er í stöðugri þróun. Um er að ræða 50% ótímabundið starf eða eftir nánara samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Hjá Heilsugæslunni Árbæ starfa sérhæft og metnaðarfullt starfsfólk í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði fær að njóta sín. Hjá okkur ríkir góður starfsandi og áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð

Megin starfssvið ljósmóður er mæðravernd og leghálsskimanir.

Mæðravernd er í höndum ljósmæðra og heimilislækna á heilsugæslustöðvum og samráð er haft við fæðingarlækna ef þörf er á. Markmið með mæðravernd heilsugæslunnar er m.a. að stuðla að heilbrigði móður og barns, veita stuðning og ráðgjöf, greina áhættuþætti og veita fræðslu um meðgöngu og fæðingu. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi skilyrði
  • Starfsleyfi sem ljósmóðir
  • Reynsla af leghálsskimunum kostur
  • Reynsla af vinnu á fæðingardeild og/eða meðgöngudeild kostur
  • Reynsla sem ljósmóðir á heilsugæslustöð kostur
  • Reynsla við að nota rafræna mæðraskrá
  • Góð þekking/próf í brjóstagjafaráðgjöf
  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði í starfi
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
Advertisement published13. October 2025
Application deadline3. November 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Hraunbær 115, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Positivity
Work environment
Professions
Job Tags