
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili er stofnun í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.
Höfði var tekin í notkun í tveimur áföngum. Sá fyrri 2.febrúar 1978 en sá síðari á árunum 1990-1992. Á heimilinu búa nú 73 íbúar í hjúkrunarrýmum , auk þess er tvö hvíldar- og skammtímarými á Höfða. Á heimilinu eru einstaklingsíbúðir, hjónaíbúðir og tvískiptar hjúkrunaríbúðir.
Í hinu sameiginlega rými hússins er m.a. eldhús, matsalur, samkomusalur, herbergi fyrir starfs- og sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, hárgreiðslu, fótsnyrtingu, verslun, þvottahús og endurhæfingarrými. Þá er sérstakt rými fyrir dagvistun og skrifstofur. Tvær lyftur eru í húsinu og neyðarkallkerfi úr öllum íbúðum og vistarverum. Ágætt útivistarsvæði er við Höfða; stór lóð með göngustígum, púttvelli og petanqe velli. Setbekkir eru næst heimilinu ásamt bílastæðum. Útsýni frá Höfða er mjög fallegt hvert sem litið . Gott er að fara í gönguferðir á Sólmundarhöfða, niður á Langasand eða upp í skógræktarsvæði Akurnesinga. Fyrir utan dvalarheimlið stendur listaverkið „Grettistak“ eftir Magnús Tómasson.

Höfði - Hjúkrunarfræðingar
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu með bakvöktum.
Menntunar- og hæfnikröfur
• Fagleg hæfni og metnaður
• Skipulagshæfileikar og geta til að vinna sjálfstætt
• Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar
• Íslenskt hjúkrunarleyfi
Vinnutími og starfshlufall er samkomulagsatriði.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar veitir:
Þorbjörg Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri, sími 856-4304, netfang [email protected].
Advertisement published13. October 2025
Application deadline27. October 2025
Language skills

Required

Required
Location
Sólmundarhöfði 5, 300 Akranes
Type of work
Skills
NurseAmbition
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Hjúkrunarfræðingur á göngudeild bæklunarskurðlækninga í Fossvogi
Landspítali

Ljósmóðir - Heilsugæslan Árbæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Málastjóri í Laufeyjarteymi
Landspítali

Skemmtilegt starf í búsetukjarna í Mosfellsbæ
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar

Aðstoðarmaður tannlæknis
Bæjarbros

Deildarstjóri á heimili fyrir fatlað fólk - Steinahlíð
Hafnarfjarðarbær

Viðskiptastjóri
Vistor

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Efstaleiti
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Hamraborg
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Mjódd
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Stuðningsfulltrúi í félagsþjónustu.
Sólheimar ses

Starf á heimili fatlaðs fólks
Garðabær