

Lífeyris og tryggingaráðgjafi
Starf tryggingaráðgjafa felst í ráðgjöf og sölu á tryggingum og lífeyristengdum afurðum. Starfið er árangurstengt verktakastarf og góð laun í boði fyrir rétta aðila sem hafa metnað og drifkraft. Tryggingamiðlun Íslands er bæði í samstarfi við erlend og íslensk félög eins og Allianz á Íslandi, Vörð vátryggingafélag, AXIS á Írlandi ásamt fleiri góðum félögum og höfum við því mikið vöruúrval og getum aðstoðað viðskiptavini með flest allt sem tengist tryggingum. Við leggjum áherslu á góð og vönduð vinnubrögð og mætum þörfum viðskiptavina okkar. Aðilar á vanskilaskrá koma ekki til greina og hreint sakavottorð er skilyrði. Snyrtimennska, heiðarleiki og hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði. Reynsla af álíka störfum eða sölustörfum er æskileg.
Ráðgjöf og sala á tryggingum og lífeyristengdum afurðum.












